Thursday, 25 July 2013

Uppskeruhátíð Skapandi Sumarstarfa 2013

Í dag frá kl. 16 - 19 verður uppskeruhátíð Skapandi Sumarstarfa haldin í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar Ásgarðs.

Hóparnir í ár munu sýna afrakstur sumarsins. Hóparnir eru mjög fjölbreyttir svo á boðstólnum verður allt frá myndlist, ljóðlist, vöruhönnun, ljósaskúlptúr, LEGO-módel, lifandi tónlist svo fátt eitt sé nefnt. Fatamarkaðurinn okkar verður einnig á staðnum. 

Við hvetjum alla Garðbæinga, sem og aðra, til að mæta í Ásgarð í dag og upplifa sköpunargleði ungmenna bæjarins.

Við hlökkum til að sjá ykkur!


Wednesday, 24 July 2013

Triangl Swimwear

Ég var svo heppin að fá þessi fallegu bikiní send gefins frá Ástralska fyrirtækinu Triangl Swimwear. Ég hef lengi dáðst að þeim og lengi langað að eignast slík! Ég fékk þau tvenn sem mig langaði hvað mest í, Indiana Ice og New York Noir. Ég er himinlifandi með þau og ekki amalegt að fá þau upp að dyrum á sólardegi sem þessum. 

New York Noir. Þetta er með semí leður áferð sem að mér finnst gera þau virkilega kúl.
Indiana Ice.

Ég er ótrúlega spennt að nota þau!
Það er eins auðvelt og það hljómar að panta bikiníin. Það tekur þau 2 virka daga að koma til landsins, 4 ef helgi er inni í því. Þið getið farið og skoðað úrvalið á www.triangl.com.au og pantað ykkur ykkar uppáhalds. Mæli klárlega með því! :)

X Fanney


Sumardrykkur

Ég útbjó einn ótrúlega ferskan og góðan ,,sumardrykk" í sólinni í dag.

Innihald
2 öskjur jarðaber
1 askja bláber
1 epli
1/2 - 1 banani 
klakar

Ég byrjaði á því að setja jarðaberin, bláberin og eplið í safapressu. Safann sem kom úr safapressunni setti ég svo í blender ásamt banana og klökum. Flóknara var það ekki!


Meiriháttar bragðgóður og ferskur

x Katla


Tuesday, 23 July 2013

Innblástur

Inspiration of the day. Eigið þið góðan sólardag! x


x Fanney og Þórhildur

Monday, 22 July 2013

Fatamarkaður

Dress

Við fórum í kveðjupartý til góðrar vinkonu á laugardaginn. Ég hef fengið nokkrar spurningar út í dressið sem ég klæddist eftir að ég postaði því á Instagram. Ég ákvað að skella nokkrum myndum hingað inn. Gott kvöld en tilefnið ekki alveg jafn gott. Kveðjustundir eru aldrei skemmtilegar.

Bolur: Zara
Pleðurbuxur: H&M
Skór: 67 úr GS skóm
*****************************************
Þessi vinkona heldur af landi brott á morgun og heldur út í nýtt ævintýri.
Vinkonur
x Fanney

©Sissa

Við vinkonurnar fórum í myndatöku til Sissu ljósmyndara þann 13. júlí sl. Það var virkilega skemmtilegt og gaman að festa góðar vinkonustundir á "pro" filmu. Við höfum aðeins fengið sendar þrjár myndir og vildum við deila þeim með ykkur. Við hlökkum mikið til að sjá restina af myndunum.
Sissa er frábær og hugmyndaríkur ljósmyndari. Frábærar myndir frá frábærum degi með góðum vinkonum.


x Fanney, Þórhildur og Katla

Friday, 19 July 2013

Viðtalið - Margrét Bjarnadóttir


Margrét Bjarnadóttir er afmælisbarn dagsins og góðvinkona okkar úr Garðabænum. Hún hefur mikla ástríðu fyrir matargerð og hefur eldamennska hennar vakið mikla athygli á facebook og instagram þar sem hún er dugleg að deila uppskriftum og myndum af því sem hún gerir. Við fengum Margréti til að svara nokkrum spurningum fyrir okkur. 


Hver er Margrét Bjarnadóttir?
Ég er nákvæmlega 22 ára í dag.
Bý í Garðabæ ásamt foreldrum mínum, þremur systkinum og hund og svo í Reykjavík með kærastanum mínum.
Síðstliðin 5 ár hef ég síðan unnið á veitingastaðnum HaPP og geri enn.
Í haust mun ég síðan hefja nám við næringarfræðideild Háskóla Íslands.


Hvenær byrjaði ástríða þín fyrir matargerð ?
Ég hugsa að ég hafi fæðst með ástríðu fyrir matargerð, mamma mín er snillingur í eldhúsinu svo að ég hef það frá henni. Í gegnum tíðina hef ég fylgst með mömmu í eldhúsinu svo að ég hef lært margt frá henni. Mamma hefur þó alltaf heillast af ítalskri matargerð en frönsk og asísk matargerð höfðar meira til mín.
Ég fór ekkert að pæla í matargerð af alvöru fyrr en ég var 19 ára, þá fór mig að langa til þess að prófa mig áfram í eldhúsinu.
Fyrir mér er matargerð eitthvað sem að maður hefur í sér. Ef að maður ætlar að elda góða máltíð er nauðsynlegt að hafa gaman af því.
Ef að manni leiðist að elda þá er maður ekki með hugann við það sem að maður er að gera og þar af leiðandi verður máltíðin ekki jafn góð. Manni þarf að langa til þess að máltíðin bragðist vel og líti vel út svo að hægt sé að ná því markmiði.
Seinna meir lærði ég að meta góðan mat, þegar að ég fór að pæla meira í gæðunum á hráefninu.
Ég gæti ekki ímyndað mér að borða sama eða svipaðan kvöldmat dag eftir dag. Valið verður svo miklu meira um leið og maður fer að elda sjálfur. Hvað þá þegar að maður fer að þróa sínar eigin uppskriftir.

Hver er uppáhalds maturinn þinn? 
(Ef átt er við kvöldmat)
Það fer algjörlega eftir því hvernig skapi ég er í.
Vel rautt nautakjöt er samt alltaf það sem að kemur fyrst upp í hugann.
Annars eru rjúpa, sushi og lasanja mjög ofarlega á top listanum mínum.



Ertu búin að sérhæfa þig í einhverri sérstakri matargerð ?
Já og nei. Ég tek svona tímabil þar sem að ég fæ æði fyrir einhverju ákveðnu og elda þar af leiðandi meira af því.
Mér finnst ekki gaman að elda eftir uppskriftum, elda nánast alltaf eftir eigin höfði. Oftast finn ég mynd af einhverju sem að mig langar til þess að elda og geri mína eigin uppskrift út frá því. Síðan fer ég oft á netið og finn nokkrar uppskriftir af sama réttnum og bý til mína eigin uppskirft út frá þeim.



Sérðu sjálfan þig vinna með mat í framtíðinni ?
Já, ég get vel hugsað mér að vinna með mat í framtíðinni.


Nokkrar myndir af því sem Margrét hefur búið til


***********************************************************************************************************************

Margrét deilir með okkur einni af sínum uppáhalds uppskriftum

Tom Kha Gai (súpa) fyrir tvo

Innihald :
1. dós kókosmjólk
vatn
kjúklingur
1 rauður chilli
engifer (mér finnst gott að hafa mikið)
chilli paste eða eitthvað svipað chilli pastei
2 lemongrass stönglar
rauð papríka
græn papríka
sykurbaunir
lime
fiskisósa
kóríander

Aðferð
Set í pott
Kókosmjólkina og bæti svo við vatni (set rúmlega helminginn af kókosdósinni).
Steinhreinsa chilliinn og saxa hann niður.
Ríf síðan niður engiferinn (ég notaði ostarifjárn).
Set síðan ca. 2msk. chillipaste og sker lemongrasið í 2-3 bita (lemongrasið er bara uppá bragð, ekki til að borða).
ps. má bæta við 1/2 tening af kjúklingakraft - en ekki nauðsynlegt.

Steikt á pönnu
Sker kjúklinginn niður í teninga og steiki upp úr smá ólífu olíu og salti.
Þegar ég er búin að steikja kjúklinginn þá létt steiki ég papríkurnar og sykurbaunirnar.

Mix
Þegar að súpan er búin að malla þá bæti ég kjúklingnum og grænmetinu við.Síðan kreisti ég 1/2 lime ofan í pottinn, ca. 3msk fiskiolíu og fullt af kóríander (1box-1plöntu eins og maður fær út í búð)
ps. ekki þefa af fiskisósunni, það er viðbjóðsleg lykt af henni !!



Við þökkum Margréti kærlega fyrir og óskum henni til hamingju með daginn!

x Fanney, Katla og Þórhildur


Frank Ocean

Við skelltum okkur að sjálfsögðu á Frank Ocean, þann mikla meistara og urðum ekki fyrir vonbrigðum. Eina sem mætti setja út á var að maður labbaði út af tónleikunum á slaginu 21:45 sem var kannski í heldur fyrri kantinum. Hefði verið gaman að hlusta (og að sjálfsögðu horfa) á hann lengur. 


Lítið og mjög nett video brot sem að Fanney tók:

Snillingur sem þetta er!

x Fanney, Þórhildur og Katla