Við fengum þá hugmynd að prófa að krítarmála glerflöskur og gera úr þeim kertastjaka. Við fundum til fjórar flöskur á mann og máluðum þær með svartri krítarmálningu sem við keyptum í Flugger. Útkoman var mött og falleg. Leyfum myndunum að tala sínu máli.
.JPG) |
Máluðum flöskurnar með pensli. |
.JPG) |
Málningin þornuð og útkoman mött og falleg. |
.JPG) |
Tilbúnar. |
 |
Keyptum kerti og settum í flöskurnar. |
.JPG) |
Við prófuðum að kríta á flöskurnar, það er auðvelt að þrífa krítina af með blautum pappír svo það er vel hægt að prófa sig áfram. |
.JPG) |
Tilbúið! |
Við erum ótrúlega ánægðar með útkomuna, rosalega auðvelt verk og okkur hlakkar mikið til að stilla þessu upp heima.
x Fanney, Þórhildur og Katla
No comments:
Post a Comment