Thursday, 4 July 2013

Viðtalið - Svanhildur Halla

Svanhildur Halla Haraldsdóttir er ung og virkilega hæfileikarík listakona. Hún vinnur með okkur hér í Skapandi Sumarstörfum og komumst við ekki hjá því að fylgjast með því sem hún gerir. Við fengum hana í stutt spjall og munum svo leyfa myndum af meiriháttar verkum hennar að njóta sín.


Hver er Svanhildur ? 
Ég er 20 ára Garðbæingur. Ég útskrifaðist úr Fjölbraut í Garðabæ jólin 2011 af listnámsbraut og er búin með eitt ár í listfræði í HÍ. Í sumar er ég að vinna á vegum Garðabæjar í Skapandi Sumarstörfum að gera vatnslitamyndir og olíumálverk.

Hvenær vaknaði áhugi þinn á myndlist? 
Áhuginn kviknaði mjög snemma. Ég var alltaf teiknandi þegar ég var lítil, svo þróaðist þetta og áhuginn varð alltaf meiri og meiri.

Ertu með einhvern sérstakan myndlistarstíl? 
Ég geri portrett myndir en fer kannski ekki alveg hefðbundnar leiðir og leik mér við að blanda t.d. trélitum, vatnslitum og penna saman þannig að myndirnar verða svolítið frjálslegar.

Hvað megum við búast við að sjá frá þér í sumar? 
Ég er búin að vera að gera heilan helling af vatnslitamyndum og nokkur olíumálverk og stefni að því að halda sýningu í lok mánaðarins.

Sérðu sjálfa þig vera vinna við myndlist í framtíðinni? 
Já örugglega, annaðhvort  sem auka eða aðalstarf, myndlist eða einhverskonar listsköpun verður alltaf partur af mínu lífi.

Hér sjáið þið verkin hennar.


x Fanney, Þórhildur og Katla

No comments:

Post a Comment