Wednesday 17 July 2013

DIY Dip Dye skyrta

Okkur hefur lengi langað að prófa að aflita flíkur með klór. Við fundum til ljósbleika skyrtu úr Monki af Fanney. Við notuðum Dip Dye aðferðina.

Skyrtan fyrir
Við spreyjuðum klórnum á skyrtuna, okkur fannst það öruggara. Einnig er hægt að dýfa henni ofan í klór í bala.
Við létum klórinn liggja í skyrtunni í um 30 mínútur og skoluðum svo úr og settum beint í þvottavél. Útkoman var frekar gul í fyrstu en lagaðist til muna eftir að skyrtan kom úr þvottavélinni.
Hér er skyrtan tilbúin, litabreytingin sést því miður ekki nægilega vel í dagsbirtunni. Hún er aðeins augljósari en sýnist á myndinni.
 x Fanney, Katla og Þórhildur

No comments:

Post a Comment