Ef að maður á gömul naglalökk er hægt að nýta þau í alls kyns skemmtileg verkefni. Við prófuðum að setja litríka botna á gömul glerglös og var útkoman ansi skemmtileg.
.JPG) |
| Það sem þú þarft: Glerglös og nokkrar týpur af naglalökkum. |
.JPG) |
| Við teipuðum glasið til að koma í veg fyrir að lakkið færi á hliðar glassins. |
.JPG) |
| Við létum dropa úr lökkunum niður í skálina. |
.JPG) |
| Settum mismunandi liti. |
.JPG) |
| Tókum svo tannstöngul og "dreifðum" lakkinu eins og hér sýnir. |
.JPG) |
| Fleiri litir. |
.JPG) |
| Næst tókum við glasið og dýfðum því ofan í skálina. Lakkið þarf að safnast saman í kringum glasið og þá má taka það rólega upp úr. |
.JPG) |
| Útkoman þegar horft er ofan í glasið. |
.JPG) |
| Fleiri litir. |
.JPG) |
| Tilbúið. |
.JPG) |
| Mjög flott þegar vatn er komið í glasið. |
Útkoman er skemmtileg og gaman að fríska upp á gömul glös.
x Fanney, Þórhildur og Katla
setur maður fyrst vatn í skálina og svo naglalökkin?
ReplyDeleteJá, þú lætur naglalökkin dropa í vatnið. :)
Delete