Wednesday 3 July 2013

Stevía


Stevía er 100% náttúrulegt sætuefni. Jurtin Stevía er ættuð frá Suður Ameríku og hefur verið notuð þar öldum saman. Stevía er um 300 sinnum sætari en hvítur sykur en inniheldur engar hitaeiningar og skemmir ekki tennur. Hún hefur engin áhrif á blóðsykur, nærir ekki bakteríur og hentar því vel fyrir sykursjúka og þá sem þjást af sýkingum í meltingarvegi.
Stevíuna er hægt að nota í hvað sem er t.d bakstur, út á skyr, út á kaffi, boozt, te, vatn og fleira.
Stevían kemur í dropa formi, dufti og töflum. Dropana er hægt að fá með allskonar bragði sem dæmi má nefna vanillu, súkkulaði, sítrónu og jarðaberja.
Stevíusæta hefur verið notuð i Bandaríkjunum og í Asíu um áratuga skeið og var viðurkennd af Evrópusambandinu árið 2011 sem sætuauki í matvæli.

Stevíuna færðu í Fjarðarkaupum, Kjarvali, Hagkaupum, Krónunni og Nóatúni.

******************************************************************************************************

Við prófuðum að gera súkkulaðibitabollakökur frá Pure Ebba sem innihalda Stevíu í stað sykurs.

4 egg
3 msk lífrænt fljótandi hunang 
1 tsk Vanillustevia 
150 g fínmalað spelt
3 tsk vínsteinslyftiduft
80 g brætt smjör
100 g dökkt súkkulaði, brytjað

Hitið ofninn í 180 gráður. Þeytið vel saman egg, hunang og steviu. Bætið speltinu og vínsteinslyftiduftinu við. Smjörinu er síðan blandað rólega við og að lokum er súkkulaðið sett út í og öllu hrært létt saman.
Kökurnar eru bakaðar í um 10 mínútur eða þar til þær eru orðnar gullnar og fallegar.



Kökurnar heppnuðust frábærlega og borðuðum við þær með góðri samvisku.

x Katla og Þórhildur

No comments:

Post a Comment