Thursday 11 July 2013

DIY hringar

Við gerðum hringa sem okkur langar að deila með ykkur, einfalt og ódýrt.
Við keyptum 10 m langan vír í Föndru á aðeins 690 kr. Við prufuðum okkur áfram og eigum ennþá til fullt af vír.
Það eina sem þú þarft
Við klipptum stuttan bút af vírnum
Næst brutum við hann varlega saman til helminga
Við notuðum töng til að ná vírnum alveg saman
Við tókum vírinn varlega í sundur
Við lögðum vírinn á fingur 
Þrýstum fingrinum niður (mjög mikilvægt fyrir lögun hringsins)
Klipptum endana og reyndum eftir bestu getu að ganga snyrtilega frá endunum með því að snúa upp á þá


 Falleg útkoma!

x Fanney, Þórhildur og Katla



No comments:

Post a Comment