Sunday 30 June 2013

Elsku sólin

Ég held að við höfuðborgarbúar séum afar þakklát fyrir sólina í dag. Ég hef allavega átt dásamlegan dag með mínum og ekki verður kvöldið verra. Sunnudagur til sælu á vel við daginn í dag! 


Elsku Íslandið getur verið alveg ágætt! Hlakka mikið til að byrja nýja vinnuviku í fyrramálið og hitta mínar kæru samstarfskonur sem eru í þessum töluðu orðum á heimleið af Humarhátíð!

Sólarkveðjur, x Fanney

Friday 28 June 2013

Viðtalið - Daníel Laxdal

Við fengum Daníel Laxdal fyrirliða Stjörnunnar í fótbolta til að svara fyrir okkur nokkrum spurningum.



Hver er Daníel Laxdal? 26 ára gamall Garðbæingur, spila fótbolta með Stjörnunni, elska vini mína og fjölskyldu.

Lýstu þér í þremur orðum? Fæ kjánahroll og get ekki svarað þessari spurningu.

Hvernig finnst þér fótboltasumarið með Stjörnunni hafa gengið hingað til? Hingað til hefur það gengið vel en það er nóg eftir af þessu móti og ég vona að við náum að halda þessu áfram og getum fagnað vel og innilega í lok sumars.

Hvernig er Logi coach að “fitta” inn í liðið? Hann og Rúnar aðstoðarþjálfari hafa komið mjög vel inn í þetta og mætti halda að þeir hafa verið þarna í nokkur ár.

Hvað drekkur þú á djamminu? Fer mjög sjaldan á „djammið“ en ef ég fer þá fæ ég mér oftast bjór eða vodka í orkudrykk.

Uppáhalds skemmtistaður? 10 Hæðin (restaurant and open bar).

Hvar kaupir þú helst fötin þín? Ég er ekki mikið í því að kaupa föt sjálfur og sérstaklega ekki á Íslandi því ég þoli ekki að vera í sömu fötum og einhver annar. Læt oftast fólk sem ég treysti velja bara eitthvað á mig þegar það er í útlöndum og fer í það.

Frægasti vinur á facebook? Eftir atburði síðustu vikna er það klárlega Siggi Dúlla (the iPad bandit).

Frægastur í símaskránni? Er með gamlan síma frá systur minni þannig að ég er ekki með nein nöfn, þarf að fara step up my game.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með í Pepsi deildinni? Held ég gæti ekki spilað með öðru liði en Stjörnunni.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt? Aiden McGeady sem spilar núna í Spartak Moscow.

Mestu vonbrigiðin á ferlinum? Að fá ekki tækifæri með yngri landsliðum Íslands.

Uppáhalds lið í ensku deildinni? Chelsea.

Fallegasta knattspyrnukona á Íslandi? Það eru nokkrar fallegar í boltanum.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Árið 2004.

Hvenær vaknar þú á morgnana? Þessa daganna er það um 8 hálf 9.

Vandræðalegasta augnablikið? Í 10. bekk þegar kennarar spiluðu á móti nemendum, ég var í marki og fyrsta snerting leiksins var sending til baka á mig en ég var eitthvað utan við mig og ætlaði að stíga á boltann en það mistókst og boltinn fór inn, allur skólinn hló. Í skólanum eftir var fólk að benda á mig og hlæja og ég fór bara inn á bókasafn og faldi mig :).

Úr klefanum

Hver er mesti trúðurinn í liðinu? Við chillum mikið í klefanum og skemmtum okkur vel þar. Myndi segja að Veigar (þegar hann mætir) og Arnar Darri séu mestu trúðarnir, það er allaveganna hlegið mikið að þeim og einstaka sinnum með þeim.

Hver er fljótastur? Langt síðan við höfum tekið tímann á því en ég held að Hörður sé fljótastur.

Hver er mesta egóið? Garðar Jóhannsson en hann er líka með svakalegt sjálfstraust gæti verið að ruglast eitthvað á því.

Hver er mesti haugurinn? Gunnar Örn Jónsson (mortal Gunster) er stundum haugur, það er reyndar fínt að detta í smá haug og geri ég það líka stundum.

Hver er verst klæddur? Ég mundi segja Höddi en það er bara út af því hann mætir oftast beint úr sláttuvinnu á æfingar í Mountain Dew peysunni sinni.

Hver er best klæddur? Held ég verði að gefa Halldóri Orra þetta, því eins og Hörður kemur hann beint úr vinnunni en er mun glæsilegri en Hörður.

Hver er síðastur úr klefanum? Jóhann Laxdal eða Turtle Joe (skjaldböku Jói) eins og ég kalla hann er ekkert að flýta sér heim, ég fæ oft að kenna á því enda förum við oft samferða heim.

Hver er hægastur? Það er einhver af markmönnunum klárlega, væri til að sjá kapp á milli þeirra og ég mundi giska á að Davíð Guðjóns væri hægastur.

Hver er fallegastur? Fight Club líkaminn hans Óla Kalla.

Hver er mesti tuðarinn? Eftir að Björn Pálsson fór frá Stjörnunni þá hefur verið mjög lítið um tuð.

Hver er gáfaðastur? Verkfræðingurinn og vöðvatröllið Bjarki Páll Eysteinsson.

Hver er steiktastur? Arnar Darri Pétursson!

Hver er mesti höstlerinn? Kennie Chopart a.k.a The Cobra.


Við þökkum Daníel kærlega fyrir spjallið og óskum Stjörnunni velgengni í sumar.

Jónsmessugleði í Garðabæ

Í gærkvöldi var haldin Jónsmessugleði við ylströndina í Garðabæ. Gróska, félag myndlistarmanna í Garðabæ, hefur staðið fyrir gleðinni í fimm ár og hefur hún alltaf heppnast með eindæmum vel. Á hátíðinni sýna myndlistarmenn verk sín, tónlistarverk eru flutt og aðrir listamenn eru með fjölbreytt skemmtiatriði.
Gleðin heppnaðist vel þrátt fyrir leiðindarigningu en fólk lét hana ekki stoppa sig og naut þess að ganga meðfram strandlengjunni og njóta listarinnar.
Skapandi Sumarstörf hafa tekið þátt í Jónsmessugleðinni síðustu ár svo að sjálfsögðu létum við okkur ekki vanta þegar hátíðin var haldin í gær. 

Hér koma myndir sem teknar voru af gestum og gangandi
















Góða helgi kæru lesendur!
Fanney, Katla og Þórhildur

Thursday 27 June 2013

Red Velvet uppskrift

Red Velvet kakan er ein af okkar uppáhalds kökum. Við höfum prófað þó nokkrar slíkar uppskriftir en teljum að þessi sé hin fullkomna. Þessa uppskrift bökuðum við í gær sem vakti mikla lukku. Mælum með að allir prófi.

Kakan

Blanda 1
1 1/2 bolli Vegetable Oil
370 gr sykur
1 1/4 súrmjólk

Blanda 2
3 egg
2 matskeiðar og 2 teskeiðar rauður matarlitur
1 1/4 teskeið edik (hvítt eða epla cider)
1 1/4 teskeið vanilludropar
1/8 bolli vatn

Blanda 3
440 gr hveiti
1 1/4 matarsódi
1 1/4 teskeið salt
1 1/4 kakó

Fyrst er olíunni, sykrinum og súrmjólkinni blandað vel saman. Því næst er Blanda 2 hrærð saman við Blöndu 1

Hveitinu, matarsódanum, saltinu og kakóinu er blandað saman í sér skál og svo hrært rólega saman við Blöndu 1 og Blöndu 2.

Rjómaostakrem

340gr rjómaostur
225 gr smjör
450 gr flórsykur (ef kremið er blautt má alltaf bæta meiri flórsykri við)
1/2 matskeið vanilludropar

Rjómaosturinn og smjörið (við stofuhita) er fyrst blandað vel saman og flórsykrinum síðan bætt rólega við.



x Þórhildur, Katla og Fanney

Monitor í dag

Við vinkonurnar erum í Stílnum í Monitor í dag! Lítil og létt umfjöllun um það sem við erum að gera. Endilega kíkið á það kæru lesendur. :)



X Fanney, Þórhildur og Katla.

Gærkvöldið

Þær eru dýrmætar vinkonustundirnar! Sérstaklega þegar nokkrar búa erlendis og erfitt að finna tíma þegar allar komast. Í gærkvöldi bauð Magga vinkona okkur heim og eldaði fyrir okkur Tom Kha Gai súpu sem var dásamleg, ferskt ávaxtasalat þar á eftir og svo komum við bloggstelpur sterkar inn með tvær meiriháttar kökur í eftirrétt. Red Velvet og Rice Crispies með bananarjóma og karamellu. Við ætlum að skella inn uppskrift seinna í dag. 
Leyfum myndunum að tala sínu máli:


Dásamleg kvöldstund!

x Fanney, Katla og Þórhildur

Wednesday 26 June 2013

Dress

Það var ansi erfitt að vakna í morgun við grenjandi rigninguna og gráa veðrið. Sem betur fer hefur það batnað töluvert til hins betra eins og staðan er núna. 
Elsku sumar farðu nú að láta sjá þig! Í dag klæddist ég þessu:


Ég hef fengið þónokkrar spurningar bæði á Instagram og á Facebook hvar ég keypti leðurbuxurnar sem ég er í. Mig var lengi búið að langa í víðar pleðurbuxur en fann hvergi nógu góðar. Ég keypti þessar í Morrow í Kringlunni í XL og bretti upp á þær.

Rússkinsjakki: Bikbok
Bolur: Monki
Hárteygja: Urban Outfitters
Buxur: Morrow
Skór: Vagabond

x Fanney

Tuesday 25 June 2013

Skópar sem hjálpar barni í neyð


 Systurnar og Garðbæingarnir Þóra og Lovísa Stefánsdætur opnuðu fatamarkað á netinu árið 2011 undir nafninu www.souk.is.
 Souk er vefur þar sem konur og menn geta keypt og selt fatnað og aðra aukahluti milliliðalaust.



*****************************************************

Þær systur eru að selja snilldar skó á Souk frá Skechers sem heita BOBS. Fyrir hvert selt skópar af BOBS mun Skechers gefa barni í neyð nýtt skópar.



Skórnir eru æðislega þægilegir, flottir og til í allavega litum. Mér finnst þeir tilvaldir fyrir sumarið og enduðu því svartir BOBS í fataskápnum mínum. Ég er virkilega ánægð með þá og að auki styrkti ég gott málefni.


BOBS SKÓRNIR FÁST HÉR


x Þórhildur

Uppáhalds snyrtivörur - Indíana Nanna


Indíana Nanna er tvítug Garðabæjarmær sem stundar nám við Háskóla Íslands og æfir handbolta með Stjörnunni. Indíana er alltaf snyrtileg og flott til fara og hefur lengi haft mikinn áhuga á förðun og snyrtivörum. Við fengum hana til að segja okkur frá sínum helstu snyrti- og förðunarvörum.
*******************************************************************************

Rakakrem: Ég nota rakakremið Moisture surge extended thirst relief frá Clinique á hverjum degi. Kremið er gelkennt, mjög létt, gefur silkimjúka áferð og er líka ótrúlega gott undir farða. Ég hef notað það í rúmt ár og er mjög ánægð. Kremið er nánast lyktarlaust, gefur ekki klístraða áferð og inniheldur ekki olíu.

Farði: Núna í sumar er nýji steinefnafarðinn frá MAC í algjöru uppáhaldi. Hann er með light-medium þekju og leyfir húðinni því að njóta sín. Hann gefur líka þetta glowy effect sem er svo vinsælt núna. Hann er svo léttur að ég get notað hann dagsdaglega, ég set þá bara aðeins minna en ef ég væri að fara eitthvað fínt út. Ég set eina pumpu á handarbakið til að hita farðann aðeins upp og ber hann svo á andlitið með bursta. Ef ég fer út um helgar finnst mér gott að blanda honum saman við Studio sculpt farðann frá MAC til að fá meiri þekju. Báðir farðarnir eru með SPF 15 sem mér finnst skipta miklu máli, sérstaklega í sumar.


Hyljari: Ég á marga góða hyljara og er dugleg að breyta til og prufa nýja. Cover all mix frá MakeUpStore, Light boozt frá MAC eða Lumi penninn frá L’Oreal eru þeir sem ég hef notað mest. Þeir eru nokkuð ólíkir finnst mér en allir góðir.

Sólarpúður: Ég nota Mineralize skinfinish natural púður frá MAC í litnum Deep dark. Púðrið er matt og því gott í skyggingar (undir kinnbeinin, á kjálkalínu og við hárlínu). Ég er hrifnari af möttum sólapúðrum í skyggingar, ég nota frekar highlighter til að fá gljáann. Þetta púður endist ótrúlega vel og virkar heldur ekki appelsínugult.

Highlighter: Ég nota annað hvort Mineralize skinfinish highligterinn í lit Soft and gentle frá MAC, Wonder powder í lit Kalahari frá MakeUpStore eða Translucent illuminator hihglighterinn frá Sonia Kashuk úr Target. Highlighterinn frá Soniu er kremkenndur og ég blanda honum stundum saman við farðann minn til að fá fallega glansandi áferð.

Maskari: Mér finnst flestir maskararnir frá L’Oreal rosalega góðir og þeir eru líka í ódýrari kantinum. Ég hef prufað marga frá L’oreal en ef ég ætti að nefna einn myndi ég helst nefna Mega Volume Collagen 24 hrs maskarann. Ég hef líka prufað Diorshow Iconic Overcurl maskarann frá Dior, hann er frábær en kannski svolítið dýr fyrir maskara. 

Varir: Ég nota varasalva dagsdaglega, með SPF, en þegar ég fer út finnst mér gaman að vera með bleikan eða nude gloss. Glossinn sem ég nota heitir BUXOM og fæst hjá Sephora í USA, hann á að stækka varirnar og stingur því svolítið en hann hefur verið í algjöru uppáhaldi í nokkur ár núna. Ég nota litinn Samantha eða April.  Varaliturinn Cherish frá MAC er líka í miklu uppáhaldi en hann er nude litur, ég set oft smá gloss yfir hann. Varalitirnir Cherries in the snow eða Fire and Ice finnst mér líka mjög fallegir frá Revlon, sá fyrri er dökkbleikur og hinn skærrauður.

Hárvörur: Þegar ég er búin í sturtu finnst mér gott að setja eina pumpu af Hydrating styling cream frá Moroccanoil. Kremið kemur í veg fyrir að hárið verði úfið og gefur næringu og glans. Ég nota þetta krem og svo olíuna frá Moroccanoil eiginlega til skiptis eftir sturtu.

Ég mæli sterklega með því að fikra sig áfram á Youtube til að læra hvernig maður á að nota snyrtivörurnar sínar. Ég átti alltaf mikið af vörum þegar ég var yngri en ég kunni aldrei almennilega að nota þær og þá enduðu þær bara ofan í skúffu. En núna eftir áramót hef ég verið mikið að skoða mig um á Youtube, netinu eða Instagram og hef ég lært fullt af hlutum sem ég spáði aldrei í áður. Snyrtivörurnar mínar fá nú meira að njóta sín.
Stórglæsileg!

x Fanney, Þórhildur og Katla.