Thursday 18 July 2013

DIY Gallastuttbuxur

Í gær birtum við færslu þar sem við aflituðum skyrtu með klór. Við gerðum það sama við eldgamlar gallastuttbuxur sem voru búnar að liggja lengi inn í skáp hjá Þórhildi. Við notuðum sömu aðferð og þegar við aflituðum skyrtuna.

Fyrst blönduðum við smá vatni út í klórinn og spreyjuðum neðst á stuttbuxurnar og létum þær bíða í um 30 mín. Okkur fannst útkoman ekki nógu góð svo við gerðum aðra umferð án þess að blanda vatni við klórinn til að fá meiri litamismun.

Stuttbuxurnar fyrir:


Stuttbuxurnar eftir:


Okkur finnst útkoman mjög flott og það er alltaf jafn gaman að gefa gömlum hlutum nýtt líf. Þessar stuttbuxur hafa ekki verið notaðar í mörg ár en verða núna loksins dregnar fram úr fataskápnum.

x Fanney, Þórhildur og Katla

No comments:

Post a Comment