Monday 8 July 2013

Snyrtivörur - Fanney

Ég/við höfum fengið ansi margar fyrirspurnir um hvaða förðunarvörur ég nota og hvernig ég krulla á mér hárið. Ég var beðin um að setja það upp í bloggfærslu og að sjálfsögðu geri ég það. :) Hér kemur það í stuttu máli:
***********************

Ég nota alltaf Dream Matte Mousse farða frá Maybelline. Ég hef gert það núna í nokkur ár og ég get ekki hugsað mér að skipta um. Farðinn er olíulaus og þekur vel. Sumir verða svolítið þurrir við að nota hann, ég varð það fyrst en hef ekki verið það síðan þá. Mjög gott fyrir húð sem t.d. glansar mikið. Mæli hiklaust með honum. Ég nota lit nr. 40 sem heitir Fawn.
***********************

Ég er með smá "thing" fyrir því að vera með ljósari tón undir augunum og hef verið með í ansi langan tíma núna. Ef ég fer út með farða þá get ég ekki hugsað mér að sleppa því að setja þennan consealer frá Loréal undir augun. Ég á hann auðvitað í ljósasta litnum eða í nr. 1.
***********************

Maskararnir frá Maybelline eru algjörlega uppáhalds. Ég hef notað þá frá því að ég byrjaði að maskara mig. Ég er ansi oft spurð hvaða maskara ég nota. Ég er með frekar löng augnhár og þessi greiðir fullkomnlega úr þeim. Ódýr og góður.
************************


Þetta sólarpúður frá Guerlain hef ég einnig notað frá því að ég byrjaði að farða mig. Það er frekar dýrt en ég get ekki hugsað mér að skipta yfir í annað. Það endist vel, ótrúlegt en satt þar sem að ég nota ansi mikið sólarpúður. (Slæmur ávani sem mjög erfitt er að venja sig af). Ég nota lit nr. 2.
**********************

Ég hef einnig fengið margar spurningar um það hvernig ég krulla á mér hárið. Þetta krullujárn er frá HH Simonsen. Það er það besta sem ég veit! Ég kynntist því þegar ég var í hári fyrir töku fyrir svolitlu síðan og gat ekki annað en fjárfest í einu slíku strax í kjölfarið. Keilan er þykkari en venjuleg keilujárn sem ég gjörsamlega elska við járnið. Mér finnst ekkert verra en örþunnt keilujárn sem gefur manni pínulitla fermingar slöngulokka. Loksins fann ég hið fullkomna og mæli endalaust með því. Það gefur stóra og fallega lokka sem eru töluvert náttúrulegri. Ég greiði yfirleitt í gegnum hárið svo þegar hárið hefur kólnað með krullunum í og set Morrocoan Oil í endana.
************************************************

Ég vona innilega að þetta hafi hjálpað einhverjum.
X Fanney

No comments:

Post a Comment