Friday 19 July 2013

Rice Krispies Karamellu Ostakaka

Við fundum einstaklega girnilega uppskrift í þýsku blaði. Þessi blanda Rice Krispies, karamella og ostakaka hljómar einfaldlega alltof vel og stóðumst við ekki mátið og ákváðum að prófa. Mesti hausverkurinn var að þýða uppskriftina yfir á íslensku en fyrir utan það er hún mjög einföld.

150 gr. dökkt súkkulaði
10 gr. kókosolía
150 gr. rice krispies (líka hægt að nota corn flakes)
50 gr. sykur
200 gr. rjómaostur
1-2 tsk sítrónusafi
1 dl rjómi
2 pokar góu kúlur

Botn
Við byrjuðum á því að bræða suðusúkkulaði og kókosolíu saman og blönduðum rice krispies út í. Úr því mynduðum við 20 hringi sem við settum á bökunarpappír og geymdum í kæli í um klukkustund.

Krem
Við blönduðum sykrinum og sítrónusafanum vel saman. Næst var rjómaostinum bætt við og því öllu blandað vel saman.

Karamella
Við bræddum Góu kúlurnar ásamt rjómanum.

Botnarnir eru teknir út og þeim raðað á bakka, kreminu er smurt á botnana og karamellunni hellt yfir. Mikilvægt er að passa að leyfa karamellunni að kólna áður en að henni er hellt yfir kökuna.
Við fengum tíu kökur út úr uppskriftinni.


Botnarnir komnir úr kæli
Rjómaostakremið sett á botnana 
Karamellunni hellt yfir
Seinasta skrefið, kökunum lokað
Ljúffengar kökur tilbúnar
***************************************************************************************************

Góða helgi!!

x Fanney, Þórhildur og Katla

No comments:

Post a Comment