Showing posts with label Beauty. Show all posts
Showing posts with label Beauty. Show all posts

Friday, 12 July 2013

Xen-Tan

Við ákváðum að deila með ykkur smá umfjöllun og reynslu okkar af Xen-Tan vörunum. Xen-Tan er sjálfbrúnkulína sem hefur notið gífurlegra vinsælda í Bandaríkjunum. Dera Enochson er sú sem þróaði línuna þar sem hún var orðin leið á brúnkukremum sem gerðu hana appelsínugula á litin. Xen-Tan hefur ólívulitaðan undirtón og gefur húðinni náttúrulegan og fallegan lit.

Gullkremið frá Xen-Tan hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá okkur. Kremið gefur húðinni samstundis fallegan og ljósan lit með glimmer áferð. Kremið skolast auðveldlega af með vatni. Kremið finnst okkur vera tilvalið þegar við erum að fara eitthvað fínt, sérstaklega þar sem að kremið lyktar vel. Við ákváðum að skrifa um þrjár vörur frá Xen-Tan sem við höfum prófað og mælum hiklaust með!

Brúnkukrem

  • Mikil næring
  • Shea Butter
  • Aloe Vera 
  • Grænt Te
  • Ginkgo Biloba extraktar
  • Paraben laust
  • Gefur samstundis lit
  • Næringarrík formúla sem gefur húðinni silkimjúka áferð. MIkið magn af sjálfbrúnkuefnum sem gefa þér dökkan og fallegan lit
  • Litur: Ljós - Miðlungs - Dökkur

Gullkrem
  • Kemur í veg fyrir lykt sem fylgir sjálfbrúnku
  • Litað í rakakrem fyrir andlit og líkama
  • 24 Karata gull lauf
  • Olíulaus raki
  • Sléttandi og styrkjandi áhrif
  • Paraben laust
  • Ginkgo Biloba extraktar
  • Gefur lit samstundis
Red Carpet - Vinsælt hjá stjörnunum
  • Shea Butter
  • Aloe Vera
  • Ginkgo Biloba Extraktar
  • Paraben laust
  • Stillanlegur litur

Xen-Tan vörurnar fást t.d. í Hagkaup Smáralind, flestum Lyfju búðum og Lyf og Heilsu Austurveri og Kringlunni. Við mælum hiklaust með þessum vörum. Þær gefa fallegan lit sem er tilvalið fyrir sólarlaust íslenskt sumar.

x Fanney, Þórhildur og Katla

Monday, 8 July 2013

Snyrtivörur - Fanney

Ég/við höfum fengið ansi margar fyrirspurnir um hvaða förðunarvörur ég nota og hvernig ég krulla á mér hárið. Ég var beðin um að setja það upp í bloggfærslu og að sjálfsögðu geri ég það. :) Hér kemur það í stuttu máli:
***********************

Ég nota alltaf Dream Matte Mousse farða frá Maybelline. Ég hef gert það núna í nokkur ár og ég get ekki hugsað mér að skipta um. Farðinn er olíulaus og þekur vel. Sumir verða svolítið þurrir við að nota hann, ég varð það fyrst en hef ekki verið það síðan þá. Mjög gott fyrir húð sem t.d. glansar mikið. Mæli hiklaust með honum. Ég nota lit nr. 40 sem heitir Fawn.
***********************

Ég er með smá "thing" fyrir því að vera með ljósari tón undir augunum og hef verið með í ansi langan tíma núna. Ef ég fer út með farða þá get ég ekki hugsað mér að sleppa því að setja þennan consealer frá Loréal undir augun. Ég á hann auðvitað í ljósasta litnum eða í nr. 1.
***********************

Maskararnir frá Maybelline eru algjörlega uppáhalds. Ég hef notað þá frá því að ég byrjaði að maskara mig. Ég er ansi oft spurð hvaða maskara ég nota. Ég er með frekar löng augnhár og þessi greiðir fullkomnlega úr þeim. Ódýr og góður.
************************


Þetta sólarpúður frá Guerlain hef ég einnig notað frá því að ég byrjaði að farða mig. Það er frekar dýrt en ég get ekki hugsað mér að skipta yfir í annað. Það endist vel, ótrúlegt en satt þar sem að ég nota ansi mikið sólarpúður. (Slæmur ávani sem mjög erfitt er að venja sig af). Ég nota lit nr. 2.
**********************

Ég hef einnig fengið margar spurningar um það hvernig ég krulla á mér hárið. Þetta krullujárn er frá HH Simonsen. Það er það besta sem ég veit! Ég kynntist því þegar ég var í hári fyrir töku fyrir svolitlu síðan og gat ekki annað en fjárfest í einu slíku strax í kjölfarið. Keilan er þykkari en venjuleg keilujárn sem ég gjörsamlega elska við járnið. Mér finnst ekkert verra en örþunnt keilujárn sem gefur manni pínulitla fermingar slöngulokka. Loksins fann ég hið fullkomna og mæli endalaust með því. Það gefur stóra og fallega lokka sem eru töluvert náttúrulegri. Ég greiði yfirleitt í gegnum hárið svo þegar hárið hefur kólnað með krullunum í og set Morrocoan Oil í endana.
************************************************

Ég vona innilega að þetta hafi hjálpað einhverjum.
X Fanney

Thursday, 4 July 2013

Miss Supranational 2013

Um miðjan júní sl. fór ég til Svíþjóðar í skemmtilegt verkefni sem mér var boðið í á vegum Miss Queen of Scandinavia. Ég dvaldi í Stokkhólmi og eyddi svo tveimur sólarhringum um borð í skipinu Silja. Silja sigldi yfir til Helsinki þar sem að ég eyddi einum degi í þeirri dásamlegu borg og sigldi svo aftur til baka. Um borð í skipinu fór alls konar skemmtilegt fram og meðal annars Ungfrú Svíþjóð keppnin og fleiri skemmtilegar keppnir. Ég og tvær yndislegar stelpur fórum saman fyrir Íslands hönd, Sigrún Eva og Sigríður Dagbjört og skemmtum við okkur konunlega. Ég var krýnd Miss Supranational Iceland og held því til Hvíta Rússlands núna í ágúst að keppa um þann titil. Það er virkilega flott keppni sem mikil virðing er borin fyrir svo ég get ekki verið annað en spennt!
Ég hélt algjörlega að þessi partur af mínu lífi væri búinn! En um leið og maður fær símtalið þar sem manni er boðið svona er svo erfitt að segja nei. Það er dásamlegt að fá að ferðast um heiminn, kynnast nýju fólki, upplifa alla þessa reynslu og tækifæri sem fylgir þessum bransa. Það er bara ekki hægt að segja nei! 
Mig langaði að deila nokkrum myndum með ykkur frá ferðinni.

Sólríkur dagur í Stokkhólmi
Á leið út að borða
Komnar um borð í Silja Line
Á keppninni um kvöldið
Ég, Sigrún og Sigríður yndin mín.
Sól í augu í Helsinki.
Á Ungfrú Svíþjóð keppninni.
********************************************************************************************

Vegna ferðar minnar til Hvíta Rússlands þurfti ég að "uppfæra" gamlar kórónu- og síðkjólamyndir til að senda þeim út. Stórskemmtilegt þetta prinsessulíf. ;) Ég fór í töku á mánudaginn sl. og er ekkert smá ánægð með útkomuna. Ljósmyndarinn var Arnór Halldórsson en hann er ungur ljósmyndari sem hefur þroskast mikið í þessum bransa og ég gæti ekki verið ánægðari með útkomuna. Silla mín sá auðvitað um förðun og hár. Mig langar að skella nokkrum hérna. Þær eru þó allar óunnar og hlakka ég mikið til að velja mér mínar sem hann vinnur fyrir mig.


Ansi langt blogg að enda komið! Góða helgi elsku þið!

x Fanney

Wednesday, 3 July 2013

Viðtalið - Silla Make Up

 Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir (Silla Make Up) er ungur förðunarfræðingur sem vert er að fylgjast með. Hún er 31 árs búsett á Álftanesi og er á mikilli uppleið í förðunarbransanum og er orðin ein sú eftirsóttasta í dag. Hún hefur mikið farðað fyrir myndatökur og model fitness o. fl. og var henni meðal annars boðið af sjálfri Ingrid Romero fitnessgoði að fara út til Los Angeles og farða fyrir stóra keppni þar í landi. Hún hefur verið að taka að sér einka- og hópkennslur með mjög góðum viðtökum og hefur m.a. verið að fara í stór fyrirtæki og kenna. Við fengum Sillu í stutt spjall.


Hver er Silla?
Silla er 31 árs gömul, hárgreiðslunemi og förðunarfræðingur. Ég er búsett á Álftanesi, er móðir og verðandi eiginkona.

Hvað ertu að gera í lífinu?
Akkúrat núna er ég í "semí" sumarfríi. Ég vinn á hárgreiðslustofunni Permu af og til og er svo á leiðinni til Spánar í frí með fjölskyldunni. Ég er búin að vera fullbókuð allar helgar það sem af er sumri í allskonar farðanir og verkefni og er einnig að taka að mér einkakennslur og hópa sem vilja læra að farða sig sjálf. Er einnig með lítið fyrirtæki sem heitir Glitter mottur á Facebook, það getið þið kynnt ykkur HÉR. Ég er að fara að gifta mig í haust svo að ég er líka á fullu að skipuleggja brúðkaup. :D

Hvenær áttaðiru þig á því að þú hafðir áhuga á förðun og að það væri það sem þú vildir gera?
Ég hef alltaf frá því að ég var lítil haft mjög mikinn áhuga á öllu sem viðkemur förðun en fór ekki í að læra það fyrr en 2010. Á þeim tíma var ég að vinna í Íslandsbanka og bankinn var svo góður við mig og leyfði mér að taka mér smá frí frá bankanum á meðan ég lærði förðun og kom svo til baka eftir námið. Eftir námið gekk framar vonum í þessum bransa og ég fann sjálfa mig í þessu þannig að ég ákvað að hætta í bankanum og fara á fullt í þennan bjútí bransa og lét annan gamlan draum rætast og skráði mig í hárgreiðslu í Iðnskólanum í Hafnarfirði.

Ertu með einhvern sérstakan förðunarstíl? Eitthvað sem þú gerir alltaf/gerir aldrei?
Ég er með ákveðin stíl já sem er kannski erfitt að útskýra en ég nota t.d. aldrei svart til að skyggja, sem mörgum stelpum sem ég mála finnst skrítið því ég held það sé bara einhver vani hjá stelpum að nota svart. Mér persónulega finnst fallegra að nota aðra liti og förðunin verður mýkri. Auðvitað nota ég það stundum en ekki svona í "týpískar" farðanir.

Hvar og hvenær lærðir þú förðun?
Ég lærði förðun árið 2010 í Airbrush and Makeup School sem Sólveig Birna snillingur er með.

Hvernig tókst þér að koma þér á þann stað sem þú ert á í dag í förðuninni? ss. koma þér á framfæri og annað slíkt?
Þegar ég var að klára skólann þá héldum við lokasýningu með Kiss í Kringlunni. Í því verkefni kynntist ég Nadiu Tamimi og út frá því byrjaði mikið og gott samstarf okkkar á milli. Við smullum strax saman og hún hafði svo óbilandi trú á mér og fékk mig í öll verkefni tengd Kiss. Síðan kynntumst við Arnold Björnssyni ljósmyndara og út frá því gerðum við rosalega margar tökur saman ásamt Guðrúnu Þórdísi á Kompaníinu. Svo byrjaði þetta bara að vinda upp á sig og kom mér á þann stað sem ég er á í dag. Ég segi alltaf að þetta sé allt Nadiu minni að þakka.

Hvernig reyndist ferðalagið til Los Angeles þér?
Ferðalagið til Los Angeles var náttúrulega þvílíkt ævintýri og æðisleg upplifun. Ég er að farða mikið í fitnessinu hérna heima svo að þetta var auðvitað brjálað tækifæri að farða fyrir stóra fitness keppni þarna úti.  Ég kynntist Ingrid Romero í gegnum töku sem við gerðum með henni hérna á Íslandi og út frá því kom þetta tilboð og ég gat ekki sleppt því. Ég fer klárlega aftur.

Núna ertu að taka að þér einkakennslur, segðu okkur aðeins frá því..
Ég var byrjuð að fá mikið af fyrirspurnum frá stelpum hvort ég gæti kennt þeim að mála sig fyrir ýmis tilefni og hafði stundum tekið það að mér, svona eina og eina. Ég ákvað svo bara að auglýsa það á Facebook síðunni minni og það hefur fengið æðisleg viðbrögð síðan þá. Ég er búin að taka að mér nokkrar einkakennslur og hópa og stefni að því að gera þetta allavega eitthvað áfram. 

Hvað er framundan hjá þér?
Framundan hjá mér er að halda áfram með litla fyrirtækið sem ég og kærastinn minn erum með. Fara í fríið auðvitað og svo bíða mín verkefni þegar ég kem heim tengd förðuninni. Skipuleggja brúðkaupið og bara halda áfram að njóta lífsins.  

Förðun og hár eftir Sillu.
Ég kynntist Sillu sjálf þegar hún farðaði mig í myndatöku fyrir Kiss fyrir um einu og hálfu ári og hefur hún verið í algjöru uppáhaldi hjá mér síðan þá. Örugglega flestir sem hafa verið að sitja fyrir hafa kynnst því að fara í smink og vera óánægðir með útkomuna. Ég hef lent því ófáu sinnum en ég kem alltaf sátt frá Sillu og það er ótrúlega góð tilfinning. Manni líður vel í tökunni sjálfri fyrir vikið og myndirnar koma betur út. Reynslan mín af henni er frábær og leita ég alltaf til hennar þegar ég fer í förðun fyrir ýmist myndatökur eða venjulega atburði í mínu lífi. Hér eru nokkrar myndir úr tökum sem hún hefur farðað mig fyrir.


Ég mæli hiklaust með henni, gullin að innan sem utan og gefur endalaust af sér. Smelltu HÉR til að kíkja á Facebook-förðunarsíðu Sillu. 


x Fanney

Tuesday, 25 June 2013

Uppáhalds snyrtivörur - Indíana Nanna


Indíana Nanna er tvítug Garðabæjarmær sem stundar nám við Háskóla Íslands og æfir handbolta með Stjörnunni. Indíana er alltaf snyrtileg og flott til fara og hefur lengi haft mikinn áhuga á förðun og snyrtivörum. Við fengum hana til að segja okkur frá sínum helstu snyrti- og förðunarvörum.
*******************************************************************************

Rakakrem: Ég nota rakakremið Moisture surge extended thirst relief frá Clinique á hverjum degi. Kremið er gelkennt, mjög létt, gefur silkimjúka áferð og er líka ótrúlega gott undir farða. Ég hef notað það í rúmt ár og er mjög ánægð. Kremið er nánast lyktarlaust, gefur ekki klístraða áferð og inniheldur ekki olíu.

Farði: Núna í sumar er nýji steinefnafarðinn frá MAC í algjöru uppáhaldi. Hann er með light-medium þekju og leyfir húðinni því að njóta sín. Hann gefur líka þetta glowy effect sem er svo vinsælt núna. Hann er svo léttur að ég get notað hann dagsdaglega, ég set þá bara aðeins minna en ef ég væri að fara eitthvað fínt út. Ég set eina pumpu á handarbakið til að hita farðann aðeins upp og ber hann svo á andlitið með bursta. Ef ég fer út um helgar finnst mér gott að blanda honum saman við Studio sculpt farðann frá MAC til að fá meiri þekju. Báðir farðarnir eru með SPF 15 sem mér finnst skipta miklu máli, sérstaklega í sumar.


Hyljari: Ég á marga góða hyljara og er dugleg að breyta til og prufa nýja. Cover all mix frá MakeUpStore, Light boozt frá MAC eða Lumi penninn frá L’Oreal eru þeir sem ég hef notað mest. Þeir eru nokkuð ólíkir finnst mér en allir góðir.

Sólarpúður: Ég nota Mineralize skinfinish natural púður frá MAC í litnum Deep dark. Púðrið er matt og því gott í skyggingar (undir kinnbeinin, á kjálkalínu og við hárlínu). Ég er hrifnari af möttum sólapúðrum í skyggingar, ég nota frekar highlighter til að fá gljáann. Þetta púður endist ótrúlega vel og virkar heldur ekki appelsínugult.

Highlighter: Ég nota annað hvort Mineralize skinfinish highligterinn í lit Soft and gentle frá MAC, Wonder powder í lit Kalahari frá MakeUpStore eða Translucent illuminator hihglighterinn frá Sonia Kashuk úr Target. Highlighterinn frá Soniu er kremkenndur og ég blanda honum stundum saman við farðann minn til að fá fallega glansandi áferð.

Maskari: Mér finnst flestir maskararnir frá L’Oreal rosalega góðir og þeir eru líka í ódýrari kantinum. Ég hef prufað marga frá L’oreal en ef ég ætti að nefna einn myndi ég helst nefna Mega Volume Collagen 24 hrs maskarann. Ég hef líka prufað Diorshow Iconic Overcurl maskarann frá Dior, hann er frábær en kannski svolítið dýr fyrir maskara. 

Varir: Ég nota varasalva dagsdaglega, með SPF, en þegar ég fer út finnst mér gaman að vera með bleikan eða nude gloss. Glossinn sem ég nota heitir BUXOM og fæst hjá Sephora í USA, hann á að stækka varirnar og stingur því svolítið en hann hefur verið í algjöru uppáhaldi í nokkur ár núna. Ég nota litinn Samantha eða April.  Varaliturinn Cherish frá MAC er líka í miklu uppáhaldi en hann er nude litur, ég set oft smá gloss yfir hann. Varalitirnir Cherries in the snow eða Fire and Ice finnst mér líka mjög fallegir frá Revlon, sá fyrri er dökkbleikur og hinn skærrauður.

Hárvörur: Þegar ég er búin í sturtu finnst mér gott að setja eina pumpu af Hydrating styling cream frá Moroccanoil. Kremið kemur í veg fyrir að hárið verði úfið og gefur næringu og glans. Ég nota þetta krem og svo olíuna frá Moroccanoil eiginlega til skiptis eftir sturtu.

Ég mæli sterklega með því að fikra sig áfram á Youtube til að læra hvernig maður á að nota snyrtivörurnar sínar. Ég átti alltaf mikið af vörum þegar ég var yngri en ég kunni aldrei almennilega að nota þær og þá enduðu þær bara ofan í skúffu. En núna eftir áramót hef ég verið mikið að skoða mig um á Youtube, netinu eða Instagram og hef ég lært fullt af hlutum sem ég spáði aldrei í áður. Snyrtivörurnar mínar fá nú meira að njóta sín.
Stórglæsileg!

x Fanney, Þórhildur og Katla.