Thursday 11 July 2013

Maríukaka

Við ákváðum að baka hina vinsælu Maríuköku fyrir okkar kæru samstarfsmenn. Hún er auðveld í bakstri og dásamleg á bragðið. Við tókum myndir og ætlum að deila þeim með ykkur ásamt uppskrift. Mælum með að allir prófi þessa köku.


Botninn
  • 3 egg
  • 3 dl sykur
  • 4 msk smjör
  • 100 gr dökkt súkkulaði
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 ½ dl hveiti
Eggið og sykurinn er þeytt vel saman. Súkkulaði og smjör er brætt saman og þeyttu eggjunum bætt saman við. Hveiti, vanilludropum og salti er blandað varlega saman við. Blandan er svo sett í form og bakað er við 180°C í 17 - 20 mínútur.
Karamella
  • 4 msk smjör
  • 1 dl púðursykur
  • 3 msk rjómi
Allt sett saman í pott og brætt saman á vægum hita í þunna karamellu á meðan kakan bakast
  • 1 ½ pakki pecanhnetur, brytjaðar
Kakan er tekin út og pecanhnetunum stráð yfir og þunnri karamellunni hellt þar yfir. Setjið aftur inn í ofn og bakið í um 17 mínútur til viðbótar við 180°c.
Loks er 1 plata af dökku súkkulaði brytjuð og stráð yfir kökuna um leið og hún kemur úr ofninum svo að súkkulaðið bráðni yfir. Gott er að setja t.d. jarðaber yfir kökuna þegar hún hefur kólnað, en það er ekki nauðsynlegt. Hægt er að frysta kökuna. 
Hráefnið.
Pecanhneturnar brytjaðar.
Karamellublandan.
Kakan komin út eftir 17 mínútur í ofninum.
Pecanhnetunum stráð yfir kökuna og karamellunni helt yfir og svo beint aftur inn í ofn.
Kakan komin út úr ofninum.
Að lokum er súkkulaðinu stráð vel yfir.

X Fanney, Þórhildur og Katla.

No comments:

Post a Comment