Thursday 4 July 2013

Miss Supranational 2013

Um miðjan júní sl. fór ég til Svíþjóðar í skemmtilegt verkefni sem mér var boðið í á vegum Miss Queen of Scandinavia. Ég dvaldi í Stokkhólmi og eyddi svo tveimur sólarhringum um borð í skipinu Silja. Silja sigldi yfir til Helsinki þar sem að ég eyddi einum degi í þeirri dásamlegu borg og sigldi svo aftur til baka. Um borð í skipinu fór alls konar skemmtilegt fram og meðal annars Ungfrú Svíþjóð keppnin og fleiri skemmtilegar keppnir. Ég og tvær yndislegar stelpur fórum saman fyrir Íslands hönd, Sigrún Eva og Sigríður Dagbjört og skemmtum við okkur konunlega. Ég var krýnd Miss Supranational Iceland og held því til Hvíta Rússlands núna í ágúst að keppa um þann titil. Það er virkilega flott keppni sem mikil virðing er borin fyrir svo ég get ekki verið annað en spennt!
Ég hélt algjörlega að þessi partur af mínu lífi væri búinn! En um leið og maður fær símtalið þar sem manni er boðið svona er svo erfitt að segja nei. Það er dásamlegt að fá að ferðast um heiminn, kynnast nýju fólki, upplifa alla þessa reynslu og tækifæri sem fylgir þessum bransa. Það er bara ekki hægt að segja nei! 
Mig langaði að deila nokkrum myndum með ykkur frá ferðinni.

Sólríkur dagur í Stokkhólmi
Á leið út að borða
Komnar um borð í Silja Line
Á keppninni um kvöldið
Ég, Sigrún og Sigríður yndin mín.
Sól í augu í Helsinki.
Á Ungfrú Svíþjóð keppninni.
********************************************************************************************

Vegna ferðar minnar til Hvíta Rússlands þurfti ég að "uppfæra" gamlar kórónu- og síðkjólamyndir til að senda þeim út. Stórskemmtilegt þetta prinsessulíf. ;) Ég fór í töku á mánudaginn sl. og er ekkert smá ánægð með útkomuna. Ljósmyndarinn var Arnór Halldórsson en hann er ungur ljósmyndari sem hefur þroskast mikið í þessum bransa og ég gæti ekki verið ánægðari með útkomuna. Silla mín sá auðvitað um förðun og hár. Mig langar að skella nokkrum hérna. Þær eru þó allar óunnar og hlakka ég mikið til að velja mér mínar sem hann vinnur fyrir mig.


Ansi langt blogg að enda komið! Góða helgi elsku þið!

x Fanney

No comments:

Post a Comment