Wednesday 10 July 2013

Flatey á Breiðafirði

Um helgina heimsótti ég uppáhalds eyjuna mína, Flatey á Breiðafirði. Amma mín og afi eru ættuð úr Breiðafjarðareyjunum og hefur fjölskyldan átt hús í Flatey í nokkuð mörg ár. Húsin í eyjunni eru svo falleg, flest þeirra eru byggð í kringum 1900 svo þau eru öll í gömlum stíl en samt svo snyrtileg og öllu er vel við haldið. Húsið sem við eigum, Bjarg, var byggt árið 1887 en algjörlega tekið í gegn af pabba og frændum mínum þegar fjölskyldan eignaðist það og er það stórglæsilegt í dag.
Það er svo skemmtilegt og mikil upplifun að vera út í Flatey og langaði mig helst að eyða öllum sumrum þar þegar ég var yngri.




Án efa einn af mínum uppáhalds stöðum á landinu.


x Katla

No comments:

Post a Comment