Friday, 19 July 2013

Viðtalið - Margrét Bjarnadóttir


Margrét Bjarnadóttir er afmælisbarn dagsins og góðvinkona okkar úr Garðabænum. Hún hefur mikla ástríðu fyrir matargerð og hefur eldamennska hennar vakið mikla athygli á facebook og instagram þar sem hún er dugleg að deila uppskriftum og myndum af því sem hún gerir. Við fengum Margréti til að svara nokkrum spurningum fyrir okkur. 


Hver er Margrét Bjarnadóttir?
Ég er nákvæmlega 22 ára í dag.
Bý í Garðabæ ásamt foreldrum mínum, þremur systkinum og hund og svo í Reykjavík með kærastanum mínum.
Síðstliðin 5 ár hef ég síðan unnið á veitingastaðnum HaPP og geri enn.
Í haust mun ég síðan hefja nám við næringarfræðideild Háskóla Íslands.


Hvenær byrjaði ástríða þín fyrir matargerð ?
Ég hugsa að ég hafi fæðst með ástríðu fyrir matargerð, mamma mín er snillingur í eldhúsinu svo að ég hef það frá henni. Í gegnum tíðina hef ég fylgst með mömmu í eldhúsinu svo að ég hef lært margt frá henni. Mamma hefur þó alltaf heillast af ítalskri matargerð en frönsk og asísk matargerð höfðar meira til mín.
Ég fór ekkert að pæla í matargerð af alvöru fyrr en ég var 19 ára, þá fór mig að langa til þess að prófa mig áfram í eldhúsinu.
Fyrir mér er matargerð eitthvað sem að maður hefur í sér. Ef að maður ætlar að elda góða máltíð er nauðsynlegt að hafa gaman af því.
Ef að manni leiðist að elda þá er maður ekki með hugann við það sem að maður er að gera og þar af leiðandi verður máltíðin ekki jafn góð. Manni þarf að langa til þess að máltíðin bragðist vel og líti vel út svo að hægt sé að ná því markmiði.
Seinna meir lærði ég að meta góðan mat, þegar að ég fór að pæla meira í gæðunum á hráefninu.
Ég gæti ekki ímyndað mér að borða sama eða svipaðan kvöldmat dag eftir dag. Valið verður svo miklu meira um leið og maður fer að elda sjálfur. Hvað þá þegar að maður fer að þróa sínar eigin uppskriftir.

Hver er uppáhalds maturinn þinn? 
(Ef átt er við kvöldmat)
Það fer algjörlega eftir því hvernig skapi ég er í.
Vel rautt nautakjöt er samt alltaf það sem að kemur fyrst upp í hugann.
Annars eru rjúpa, sushi og lasanja mjög ofarlega á top listanum mínum.



Ertu búin að sérhæfa þig í einhverri sérstakri matargerð ?
Já og nei. Ég tek svona tímabil þar sem að ég fæ æði fyrir einhverju ákveðnu og elda þar af leiðandi meira af því.
Mér finnst ekki gaman að elda eftir uppskriftum, elda nánast alltaf eftir eigin höfði. Oftast finn ég mynd af einhverju sem að mig langar til þess að elda og geri mína eigin uppskrift út frá því. Síðan fer ég oft á netið og finn nokkrar uppskriftir af sama réttnum og bý til mína eigin uppskirft út frá þeim.



Sérðu sjálfan þig vinna með mat í framtíðinni ?
Já, ég get vel hugsað mér að vinna með mat í framtíðinni.


Nokkrar myndir af því sem Margrét hefur búið til


***********************************************************************************************************************

Margrét deilir með okkur einni af sínum uppáhalds uppskriftum

Tom Kha Gai (súpa) fyrir tvo

Innihald :
1. dós kókosmjólk
vatn
kjúklingur
1 rauður chilli
engifer (mér finnst gott að hafa mikið)
chilli paste eða eitthvað svipað chilli pastei
2 lemongrass stönglar
rauð papríka
græn papríka
sykurbaunir
lime
fiskisósa
kóríander

Aðferð
Set í pott
Kókosmjólkina og bæti svo við vatni (set rúmlega helminginn af kókosdósinni).
Steinhreinsa chilliinn og saxa hann niður.
Ríf síðan niður engiferinn (ég notaði ostarifjárn).
Set síðan ca. 2msk. chillipaste og sker lemongrasið í 2-3 bita (lemongrasið er bara uppá bragð, ekki til að borða).
ps. má bæta við 1/2 tening af kjúklingakraft - en ekki nauðsynlegt.

Steikt á pönnu
Sker kjúklinginn niður í teninga og steiki upp úr smá ólífu olíu og salti.
Þegar ég er búin að steikja kjúklinginn þá létt steiki ég papríkurnar og sykurbaunirnar.

Mix
Þegar að súpan er búin að malla þá bæti ég kjúklingnum og grænmetinu við.Síðan kreisti ég 1/2 lime ofan í pottinn, ca. 3msk fiskiolíu og fullt af kóríander (1box-1plöntu eins og maður fær út í búð)
ps. ekki þefa af fiskisósunni, það er viðbjóðsleg lykt af henni !!



Við þökkum Margréti kærlega fyrir og óskum henni til hamingju með daginn!

x Fanney, Katla og Þórhildur


Frank Ocean

Við skelltum okkur að sjálfsögðu á Frank Ocean, þann mikla meistara og urðum ekki fyrir vonbrigðum. Eina sem mætti setja út á var að maður labbaði út af tónleikunum á slaginu 21:45 sem var kannski í heldur fyrri kantinum. Hefði verið gaman að hlusta (og að sjálfsögðu horfa) á hann lengur. 


Lítið og mjög nett video brot sem að Fanney tók:

Snillingur sem þetta er!

x Fanney, Þórhildur og Katla

Rice Krispies Karamellu Ostakaka

Við fundum einstaklega girnilega uppskrift í þýsku blaði. Þessi blanda Rice Krispies, karamella og ostakaka hljómar einfaldlega alltof vel og stóðumst við ekki mátið og ákváðum að prófa. Mesti hausverkurinn var að þýða uppskriftina yfir á íslensku en fyrir utan það er hún mjög einföld.

150 gr. dökkt súkkulaði
10 gr. kókosolía
150 gr. rice krispies (líka hægt að nota corn flakes)
50 gr. sykur
200 gr. rjómaostur
1-2 tsk sítrónusafi
1 dl rjómi
2 pokar góu kúlur

Botn
Við byrjuðum á því að bræða suðusúkkulaði og kókosolíu saman og blönduðum rice krispies út í. Úr því mynduðum við 20 hringi sem við settum á bökunarpappír og geymdum í kæli í um klukkustund.

Krem
Við blönduðum sykrinum og sítrónusafanum vel saman. Næst var rjómaostinum bætt við og því öllu blandað vel saman.

Karamella
Við bræddum Góu kúlurnar ásamt rjómanum.

Botnarnir eru teknir út og þeim raðað á bakka, kreminu er smurt á botnana og karamellunni hellt yfir. Mikilvægt er að passa að leyfa karamellunni að kólna áður en að henni er hellt yfir kökuna.
Við fengum tíu kökur út úr uppskriftinni.


Botnarnir komnir úr kæli
Rjómaostakremið sett á botnana 
Karamellunni hellt yfir
Seinasta skrefið, kökunum lokað
Ljúffengar kökur tilbúnar
***************************************************************************************************

Góða helgi!!

x Fanney, Þórhildur og Katla

Thursday, 18 July 2013

DIY Gallastuttbuxur

Í gær birtum við færslu þar sem við aflituðum skyrtu með klór. Við gerðum það sama við eldgamlar gallastuttbuxur sem voru búnar að liggja lengi inn í skáp hjá Þórhildi. Við notuðum sömu aðferð og þegar við aflituðum skyrtuna.

Fyrst blönduðum við smá vatni út í klórinn og spreyjuðum neðst á stuttbuxurnar og létum þær bíða í um 30 mín. Okkur fannst útkoman ekki nógu góð svo við gerðum aðra umferð án þess að blanda vatni við klórinn til að fá meiri litamismun.

Stuttbuxurnar fyrir:


Stuttbuxurnar eftir:


Okkur finnst útkoman mjög flott og það er alltaf jafn gaman að gefa gömlum hlutum nýtt líf. Þessar stuttbuxur hafa ekki verið notaðar í mörg ár en verða núna loksins dregnar fram úr fataskápnum.

x Fanney, Þórhildur og Katla

Wednesday, 17 July 2013

DIY Dip Dye skyrta

Okkur hefur lengi langað að prófa að aflita flíkur með klór. Við fundum til ljósbleika skyrtu úr Monki af Fanney. Við notuðum Dip Dye aðferðina.

Skyrtan fyrir
Við spreyjuðum klórnum á skyrtuna, okkur fannst það öruggara. Einnig er hægt að dýfa henni ofan í klór í bala.
Við létum klórinn liggja í skyrtunni í um 30 mínútur og skoluðum svo úr og settum beint í þvottavél. Útkoman var frekar gul í fyrstu en lagaðist til muna eftir að skyrtan kom úr þvottavélinni.
Hér er skyrtan tilbúin, litabreytingin sést því miður ekki nægilega vel í dagsbirtunni. Hún er aðeins augljósari en sýnist á myndinni.
 x Fanney, Katla og Þórhildur

Fatamarkaður

Við ætlum að halda fatamarkað á Garðatorgi fimmtudaginn 25. júlí þar sem við ásamt fleirum munum selja af okkur spjarirnar. Þetta er einnig lokahátíð Skapandi Sumarstarfa svo nóg verður um að vera og hvetjum við alla til að mæta.




x Fanney, Þórhildur og Katla

Tuesday, 16 July 2013

DIY marbled glass

Ef að maður á gömul naglalökk er hægt að nýta þau í alls kyns skemmtileg verkefni. Við prófuðum að setja litríka botna á gömul glerglös og var útkoman ansi skemmtileg.

Það sem þú þarft: Glerglös og nokkrar týpur af naglalökkum.
Við teipuðum glasið til að koma í veg fyrir að lakkið færi á hliðar glassins.
Við létum dropa úr lökkunum niður í skálina.
Settum mismunandi liti.
Tókum svo tannstöngul og "dreifðum" lakkinu eins og hér sýnir.
Fleiri litir.
Næst tókum við glasið og dýfðum því ofan í skálina. Lakkið þarf að safnast saman í kringum glasið og þá má taka það rólega upp úr.
Útkoman þegar horft er ofan í glasið.
Fleiri litir.
Tilbúið.
Mjög flott þegar vatn er komið í glasið.
Útkoman er skemmtileg og gaman að fríska upp á gömul glös.

x Fanney, Þórhildur og Katla