Tuesday, 25 June 2013

Uppáhalds snyrtivörur - Indíana Nanna


Indíana Nanna er tvítug Garðabæjarmær sem stundar nám við Háskóla Íslands og æfir handbolta með Stjörnunni. Indíana er alltaf snyrtileg og flott til fara og hefur lengi haft mikinn áhuga á förðun og snyrtivörum. Við fengum hana til að segja okkur frá sínum helstu snyrti- og förðunarvörum.
*******************************************************************************

Rakakrem: Ég nota rakakremið Moisture surge extended thirst relief frá Clinique á hverjum degi. Kremið er gelkennt, mjög létt, gefur silkimjúka áferð og er líka ótrúlega gott undir farða. Ég hef notað það í rúmt ár og er mjög ánægð. Kremið er nánast lyktarlaust, gefur ekki klístraða áferð og inniheldur ekki olíu.

Farði: Núna í sumar er nýji steinefnafarðinn frá MAC í algjöru uppáhaldi. Hann er með light-medium þekju og leyfir húðinni því að njóta sín. Hann gefur líka þetta glowy effect sem er svo vinsælt núna. Hann er svo léttur að ég get notað hann dagsdaglega, ég set þá bara aðeins minna en ef ég væri að fara eitthvað fínt út. Ég set eina pumpu á handarbakið til að hita farðann aðeins upp og ber hann svo á andlitið með bursta. Ef ég fer út um helgar finnst mér gott að blanda honum saman við Studio sculpt farðann frá MAC til að fá meiri þekju. Báðir farðarnir eru með SPF 15 sem mér finnst skipta miklu máli, sérstaklega í sumar.


Hyljari: Ég á marga góða hyljara og er dugleg að breyta til og prufa nýja. Cover all mix frá MakeUpStore, Light boozt frá MAC eða Lumi penninn frá L’Oreal eru þeir sem ég hef notað mest. Þeir eru nokkuð ólíkir finnst mér en allir góðir.

Sólarpúður: Ég nota Mineralize skinfinish natural púður frá MAC í litnum Deep dark. Púðrið er matt og því gott í skyggingar (undir kinnbeinin, á kjálkalínu og við hárlínu). Ég er hrifnari af möttum sólapúðrum í skyggingar, ég nota frekar highlighter til að fá gljáann. Þetta púður endist ótrúlega vel og virkar heldur ekki appelsínugult.

Highlighter: Ég nota annað hvort Mineralize skinfinish highligterinn í lit Soft and gentle frá MAC, Wonder powder í lit Kalahari frá MakeUpStore eða Translucent illuminator hihglighterinn frá Sonia Kashuk úr Target. Highlighterinn frá Soniu er kremkenndur og ég blanda honum stundum saman við farðann minn til að fá fallega glansandi áferð.

Maskari: Mér finnst flestir maskararnir frá L’Oreal rosalega góðir og þeir eru líka í ódýrari kantinum. Ég hef prufað marga frá L’oreal en ef ég ætti að nefna einn myndi ég helst nefna Mega Volume Collagen 24 hrs maskarann. Ég hef líka prufað Diorshow Iconic Overcurl maskarann frá Dior, hann er frábær en kannski svolítið dýr fyrir maskara. 

Varir: Ég nota varasalva dagsdaglega, með SPF, en þegar ég fer út finnst mér gaman að vera með bleikan eða nude gloss. Glossinn sem ég nota heitir BUXOM og fæst hjá Sephora í USA, hann á að stækka varirnar og stingur því svolítið en hann hefur verið í algjöru uppáhaldi í nokkur ár núna. Ég nota litinn Samantha eða April.  Varaliturinn Cherish frá MAC er líka í miklu uppáhaldi en hann er nude litur, ég set oft smá gloss yfir hann. Varalitirnir Cherries in the snow eða Fire and Ice finnst mér líka mjög fallegir frá Revlon, sá fyrri er dökkbleikur og hinn skærrauður.

Hárvörur: Þegar ég er búin í sturtu finnst mér gott að setja eina pumpu af Hydrating styling cream frá Moroccanoil. Kremið kemur í veg fyrir að hárið verði úfið og gefur næringu og glans. Ég nota þetta krem og svo olíuna frá Moroccanoil eiginlega til skiptis eftir sturtu.

Ég mæli sterklega með því að fikra sig áfram á Youtube til að læra hvernig maður á að nota snyrtivörurnar sínar. Ég átti alltaf mikið af vörum þegar ég var yngri en ég kunni aldrei almennilega að nota þær og þá enduðu þær bara ofan í skúffu. En núna eftir áramót hef ég verið mikið að skoða mig um á Youtube, netinu eða Instagram og hef ég lært fullt af hlutum sem ég spáði aldrei í áður. Snyrtivörurnar mínar fá nú meira að njóta sín.
Stórglæsileg!

x Fanney, Þórhildur og Katla.

No comments:

Post a Comment