Monday, 10 June 2013

Skapandi Sumarstarf í Garðabæ 2013

Skapandi Sumarstörf er verkefni sem Garðabær og önnur bæjarfélög hafa verið með síðastliðin sumur. Þar býðst ungu fólki, einstaklingum og hópum, að starfa við skapandi verkefni sem tengjast þeirra áhugasviði og þar sem hæfileikar þeirra fá að njóta sín. Það eru ýmis skemmtileg verkefni sem hóparnir í Skapandi Sumarstörfum vinna að í sumar og er bloggið okkar eitt af þeim. Hér má sjá yfirlit yfir hópana og stutta lýsingu á þeirra verkefnum.

Hér má sjá hópinn í heild sinni
Jón Páll, Ingibjörg Fríða og Þorgrímur
Flokkstjórar

Elías Helgi Kofoed-Hansen
Skrifar sögur í handritaformi og starfar mögulega með leikfélagi í lok sumars.

Alexandra Elvarsdóttir
Málar dýramyndir sem hengdar verða á náttúruleikskólann Krakkakot.

Svanhildur Halla Haraldsdóttir
Málar olíumálverk af andlitum og gerir vatnslitamyndir.

Klara Sól
Vinnur að vöruhönnun, gefur gömlum hlutum ný hlutverk með því að blanda saman gömlu og nýju.

Mynd vantar
Kristján Fannar Leifsson
Tekur ljósmyndir á filmu ásamt því að vera öðrum hópum innan handar við ljósmyndun.

Tómas Davíð Stankiewicz
Býr til takta og vinnur með raftónlist. Ætlar einnig að fást við olíumálningu og graffa.

Þórir Már Davíðsson
Graffar og býr til auglýsingar.

Rebekka Jenný
Semur ljóð og málar tilfinninguna sem þau vekja.

Þóra S. Magnúsdóttir
Vöruhönnun

Rebekka Sif Stefánsdóttir
Syngur á ýmsum viðburðum og semur tónlist.

Katrín, Vera Elísabet, Unndís, Karítas, Brynja, Nadía, Guðrún Ósk, Nína
Gera myndbönd til að kynna Barnasáttmálann og bækling um tómstundir í Garðabæ.

Arnar Kristinn Stefánsson
Video-ljósmyndari. Tekur meðal annars upp video af starfi hópanna.

Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson og Pétur Geir Magnússon (vantar á mynd)
Hugmyndavinna og teikningar á bættri aðstöðu á ýmsum stöðum í Garðabæ.


Kristín Guðmundsdóttir, Guðrún Hrefna Guðjónsdóttir (vantar á mynd) og Ída Pálsdóttir (vantar á mynd) 
Gera barnasögu sem sýnir börnum hvað Barnasáttmálinn þýðir fyrir þau og kynna hann í leikskólum bæjarins. Ætla einnig að hanna sameiningartákn fyrir Garðabæ og Álftanes.

No comments:

Post a Comment