Við fengum dásamlega Oreo Ostaköku í matarboði um daginn. Við stóðumst ekki mátið og ákváðum að gera hana sjálfar í gær og deila uppskriftinni með ykkur.
Það sem þarf:
1 pakki Royal vanillu búðingur
1 bolli flórsykur
2,5 dl rjómi
1 bolli mjólk
200 gr rjómaostur
1 tsk vanilludropar
32 oreokökur (Við notuðum venjulegt Oreo og Oreo hjúpað með hvítu súkkulaði).
Fyrst þarf að hræra saman Royal búðinginn, mjólkina og vanillu dropana og geyma í ísskáp í um 5 mínútur.
Næst er rjómaostinum og flórsykrinum hrært saman.
Rjóminn er síðan þeyttur í sér skál.
Að lokum er öllu hrært saman.
Oreo kexið er mulið með frjálsri aðferð. Við settum það í plastpoka og brutum það niður. (Við notuðum Oreo hjúpað með hvítu súkkulaði og höfðum Oreo mylsnuna okkar því í stærra lagi). Þegar kakan er tilbúin setjið hana þá í frysti og frystið hana, takið hana úr frystinum 1,5 klst áður en hún er borin fram.
Við settum Oreokexið og ostakökublönduna til skiptis. Kexið á botninn, í miðjuna og efst og blönduna þar á milli.
Oreo kexkökurnar brotnar í plastpoka.
Tilbúið og alveg dásamlega ljúffengt!
x Fanney, Katla og Þórhildur.
No comments:
Post a Comment