Frá því að ég man eftir mér hefur eldgömul antík "fataslá" verið inni í bílskúr heima hjá mér. Ryðguð, grá og frekar mygluð! Um daginn fékk ég þá hugmynd að gefa henni nýtt líf þar sem að mér hefur alltaf fundist hún frekar flott í laginu og í fullkominni stærð. Við pabbi tókum okkur saman og pússuðum hana alla til og frá, keyptum hvítt lakk og lökkuðum að mig minnir þrjár umferðir svo hún varð glansandi hvít og flott.
Ég var himinlifandi með útkomuna og áttaði mig í rauninni ekki á afhverju ég var ekki löngu búin að þessu. Ég klikkaði alveg á því að taka mynd af henni fyrir, svo ég verð því bara að lýsa því í orðum.
Hér er útkoman, (reyndar orðin vel troðin).
Gamla Ikea sláin geymir nú yfirhafnirnar.
Alltaf gaman að gefa gömlum hlut nýtt líf, og það þarf alls ekki að kosta mikið.
X Fanney
No comments:
Post a Comment