Friday, 28 June 2013

Viðtalið - Daníel Laxdal

Við fengum Daníel Laxdal fyrirliða Stjörnunnar í fótbolta til að svara fyrir okkur nokkrum spurningum.



Hver er Daníel Laxdal? 26 ára gamall Garðbæingur, spila fótbolta með Stjörnunni, elska vini mína og fjölskyldu.

Lýstu þér í þremur orðum? Fæ kjánahroll og get ekki svarað þessari spurningu.

Hvernig finnst þér fótboltasumarið með Stjörnunni hafa gengið hingað til? Hingað til hefur það gengið vel en það er nóg eftir af þessu móti og ég vona að við náum að halda þessu áfram og getum fagnað vel og innilega í lok sumars.

Hvernig er Logi coach að “fitta” inn í liðið? Hann og Rúnar aðstoðarþjálfari hafa komið mjög vel inn í þetta og mætti halda að þeir hafa verið þarna í nokkur ár.

Hvað drekkur þú á djamminu? Fer mjög sjaldan á „djammið“ en ef ég fer þá fæ ég mér oftast bjór eða vodka í orkudrykk.

Uppáhalds skemmtistaður? 10 Hæðin (restaurant and open bar).

Hvar kaupir þú helst fötin þín? Ég er ekki mikið í því að kaupa föt sjálfur og sérstaklega ekki á Íslandi því ég þoli ekki að vera í sömu fötum og einhver annar. Læt oftast fólk sem ég treysti velja bara eitthvað á mig þegar það er í útlöndum og fer í það.

Frægasti vinur á facebook? Eftir atburði síðustu vikna er það klárlega Siggi Dúlla (the iPad bandit).

Frægastur í símaskránni? Er með gamlan síma frá systur minni þannig að ég er ekki með nein nöfn, þarf að fara step up my game.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með í Pepsi deildinni? Held ég gæti ekki spilað með öðru liði en Stjörnunni.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt? Aiden McGeady sem spilar núna í Spartak Moscow.

Mestu vonbrigiðin á ferlinum? Að fá ekki tækifæri með yngri landsliðum Íslands.

Uppáhalds lið í ensku deildinni? Chelsea.

Fallegasta knattspyrnukona á Íslandi? Það eru nokkrar fallegar í boltanum.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Árið 2004.

Hvenær vaknar þú á morgnana? Þessa daganna er það um 8 hálf 9.

Vandræðalegasta augnablikið? Í 10. bekk þegar kennarar spiluðu á móti nemendum, ég var í marki og fyrsta snerting leiksins var sending til baka á mig en ég var eitthvað utan við mig og ætlaði að stíga á boltann en það mistókst og boltinn fór inn, allur skólinn hló. Í skólanum eftir var fólk að benda á mig og hlæja og ég fór bara inn á bókasafn og faldi mig :).

Úr klefanum

Hver er mesti trúðurinn í liðinu? Við chillum mikið í klefanum og skemmtum okkur vel þar. Myndi segja að Veigar (þegar hann mætir) og Arnar Darri séu mestu trúðarnir, það er allaveganna hlegið mikið að þeim og einstaka sinnum með þeim.

Hver er fljótastur? Langt síðan við höfum tekið tímann á því en ég held að Hörður sé fljótastur.

Hver er mesta egóið? Garðar Jóhannsson en hann er líka með svakalegt sjálfstraust gæti verið að ruglast eitthvað á því.

Hver er mesti haugurinn? Gunnar Örn Jónsson (mortal Gunster) er stundum haugur, það er reyndar fínt að detta í smá haug og geri ég það líka stundum.

Hver er verst klæddur? Ég mundi segja Höddi en það er bara út af því hann mætir oftast beint úr sláttuvinnu á æfingar í Mountain Dew peysunni sinni.

Hver er best klæddur? Held ég verði að gefa Halldóri Orra þetta, því eins og Hörður kemur hann beint úr vinnunni en er mun glæsilegri en Hörður.

Hver er síðastur úr klefanum? Jóhann Laxdal eða Turtle Joe (skjaldböku Jói) eins og ég kalla hann er ekkert að flýta sér heim, ég fæ oft að kenna á því enda förum við oft samferða heim.

Hver er hægastur? Það er einhver af markmönnunum klárlega, væri til að sjá kapp á milli þeirra og ég mundi giska á að Davíð Guðjóns væri hægastur.

Hver er fallegastur? Fight Club líkaminn hans Óla Kalla.

Hver er mesti tuðarinn? Eftir að Björn Pálsson fór frá Stjörnunni þá hefur verið mjög lítið um tuð.

Hver er gáfaðastur? Verkfræðingurinn og vöðvatröllið Bjarki Páll Eysteinsson.

Hver er steiktastur? Arnar Darri Pétursson!

Hver er mesti höstlerinn? Kennie Chopart a.k.a The Cobra.


Við þökkum Daníel kærlega fyrir spjallið og óskum Stjörnunni velgengni í sumar.

No comments:

Post a Comment