Friday, 28 June 2013

Jónsmessugleði í Garðabæ

Í gærkvöldi var haldin Jónsmessugleði við ylströndina í Garðabæ. Gróska, félag myndlistarmanna í Garðabæ, hefur staðið fyrir gleðinni í fimm ár og hefur hún alltaf heppnast með eindæmum vel. Á hátíðinni sýna myndlistarmenn verk sín, tónlistarverk eru flutt og aðrir listamenn eru með fjölbreytt skemmtiatriði.
Gleðin heppnaðist vel þrátt fyrir leiðindarigningu en fólk lét hana ekki stoppa sig og naut þess að ganga meðfram strandlengjunni og njóta listarinnar.
Skapandi Sumarstörf hafa tekið þátt í Jónsmessugleðinni síðustu ár svo að sjálfsögðu létum við okkur ekki vanta þegar hátíðin var haldin í gær. 

Hér koma myndir sem teknar voru af gestum og gangandi
















Góða helgi kæru lesendur!
Fanney, Katla og Þórhildur

No comments:

Post a Comment