Mig hefur lengi dreymt um að eignast hina fullkomnu maxi-kápu í ljósbleikum lit. Ég komst ansi nálægt því þegar ég rakst á þessa fínu í Ginu Tricot í Stokkhólmi á dögunum. Hún var á í kringum 10.000 kr. sem er auðvitað ekki neitt miðað við það sem ég hafði verið að skoða á netinu. Ég er ekkert smá ánægð með hana og hlakka mikið til að nota hana við fleiri tilefni.
*************************************
Ég var í bol einnig úr Ginu Tricot, leðurbuxum úr H&M, með gæru úr Mýrinni og í skóm frá 67 úr Gs skóm.
x Fanney
No comments:
Post a Comment