Wednesday, 19 June 2013

DIY Blómakrans



Við erum lengi búnar að skima eftir fallegum blómakransi í hárið en hvergi fundið hinn fullkomna. Við ákváðum því að taka málin í okkar hendur og búa hann til sjálfar. 

Við keyptum þunna teygju í Föndru á Dalvegi á innan við 500 kr. og dugði hún fyrir alla þrjá kransana og gott betur en það. 
Blómin keyptum við í IKEA á mjög góðu verði. 

Blómin og teygjan sem við notuðum. Keyptum tvær mismunandi gerðir af blómum.
Klipptum blómin af stilkunum.
Límdum laufblöðin af blómunum á teygjuna, en það er auðvitað engin nauðsyn. Líka hægt að líma blómin beint á teygjuna.
Við notuðum límbyssu til að líma blómin á. Algjör snilld!
Þrír kransar tilbúnir.
Blómastelpur með nýja og fína blómakransa sem verða mikið notaðir í sumar.

x Katla, Þórhildur og Fanney.

No comments:

Post a Comment