Klara Sól er
tvítug Garðabæjarmær sem stefnir á innanhúsarkitektúr í framtíðinni. Hún hefur alltaf haft áhuga á öllu tengdu hönnun og sköpun og útskrifaðist af listnámsbraut frá FG jólin 2011. Hún vinnur með okkur í Skapandi Sumarstörfum og hefur unnið þar síðastliðin 4 ár við hin ýmsu verkefni. Í ár vinnur
hún að vöruhönnun og finnst okkur hlutirnir sem hún hefur verið að gera
einstaklega fallegir og langaði okkur að deila nokkrum með ykkur.
Þennan lampaskerm bjó hún til úr hænsnaneti, leðurtvinna og gervileðri.
Við erum mjög hrifnar af þessum rollukolli sem Klara gerði. Hún keypti rollubúta og saumaði þá saman, að því loknu sagaði hún sessuna út úr gamalli spólplötu og notaði gamlan koll sem hún átti sem fætur. Rolluna festi hún með heftibyssu og að lokum skrúfaði hún fæturna fasta á.
Nú er Klara að vinna
að borði og trékolli og erum við mjög spenntar að sjá útkomuna.
http://trendnet.is/svartahvitu/fuzzy-eftirliking/
ReplyDeleteSvikari eftirliking
ReplyDeleteThis comment has been removed by a blog administrator.
ReplyDelete