Í gær fengu tvö ný skópör að fljóta með mér heim úr vinnunni.
Annars vegar splæsti ég í mitt annað par af New Balance og hinsvegar fína hæla úr Zöru. Ég var mjög lengi að "kaupa" New Balance tískuna. Ég fékk mér mína fyrstu fyrir um tveimur mánuðum síðan, og hef varla farið úr þeim! Ég fékk mér þá dökkbláa og gæti ekki verið ánægðari með þá. Í dag er ég svo auðvitað komin á þann stað að langa í fleiri liti... Í gær festi ég kaup á gráa NB. Þeir eru elsta týpan okkar í GS skóm. Ótrúlega ánægð með þá og svo er það auðvitað ekki verra að þetta eru allra þægilegustu skórnir mínir.
Það tók mig einnig smá tíma að átta mig á því að þunnir hælar og ekkert platform væri komið aftur í tísku. Hinsvegar hef ég alltaf elskað "sandala" lúkkið frá Zöru og fjárfesti í einum slíkum í gær. Hlakka mikið til að nota þá við fullkomin tilefni í sumar.
Áfram ég í skókaupum!
x Fanney
No comments:
Post a Comment