Thursday, 27 June 2013

Gærkvöldið

Þær eru dýrmætar vinkonustundirnar! Sérstaklega þegar nokkrar búa erlendis og erfitt að finna tíma þegar allar komast. Í gærkvöldi bauð Magga vinkona okkur heim og eldaði fyrir okkur Tom Kha Gai súpu sem var dásamleg, ferskt ávaxtasalat þar á eftir og svo komum við bloggstelpur sterkar inn með tvær meiriháttar kökur í eftirrétt. Red Velvet og Rice Crispies með bananarjóma og karamellu. Við ætlum að skella inn uppskrift seinna í dag. 
Leyfum myndunum að tala sínu máli:


Dásamleg kvöldstund!

x Fanney, Katla og Þórhildur

No comments:

Post a Comment