Helgin sem leið var virkilega skemmtileg og viðburðarík. Elskulegi afi minn fagnaði 80 ára afmælinu sínu á laugardaginn, að þeirri veislu lokinni brunuðum við beint í útskriftarveislu og hélt fjörið svo áfram fram eftir nóttu.
Við mæðgur eyddum föstudeginum í að baka fyrir afmælisbarnið og var dásamlega Oreo ostakakan þar á meðal.
13 ára systir mín er einstaklega lagin við baksturinn og töfraði fram þessari ljúffengu vanillu bollakökur.
Dúllan með kökurnar sínar, hún fékk að vera sú fyrsta til að nota blómakransinn sem við bjuggum til um daginn og finnst mér hann fara henni einstaklega vel.
Rice Krispies kaka með bananarjóma og karamellu. Deili mögulega uppskrift með ykkur seinna.
Hér erum við svo mætt í útskriftarveislu. Þar sem veðrið var svo æðislegt sátum við úti langt fram eftir kvöldi og sáu teppin um að halda á okkur hita.
Á sunnudeginum fengum við okkur bíltúr í sundlaugina við Laugaskarð í Hveragerði í meiriháttar veðri. Helgin endaði svo í kökum og kaffi hjá Jónu vinkonu.
Mig langar að enda þessa færslu á að deila með ykkur gómsætu rúllutertubrauði sem við gerðum fyrir afmælið. Myndin er ekki sú girnilegasta en ég get lofað ykkur því að rúllutertan bragðast guðdómlega.
1 dós sveppa smurostur
3 matskeiðar majones
1 dós grænn aspas
sveppir
200 gr. skinka
Krydd (við notuðum chili krydd og pipar)
Þessu eru öllu blandað saman, smurt á rúllutertubrauð og rúllað upp.
Ofan á er settur sýrður rjómi, rifinn ostur og papriku duft. Að lokum er þetta svo hitað í ofni.
Einfaldara gerist það varla!
x Katla
No comments:
Post a Comment