Thursday, 27 June 2013

Red Velvet uppskrift

Red Velvet kakan er ein af okkar uppáhalds kökum. Við höfum prófað þó nokkrar slíkar uppskriftir en teljum að þessi sé hin fullkomna. Þessa uppskrift bökuðum við í gær sem vakti mikla lukku. Mælum með að allir prófi.

Kakan

Blanda 1
1 1/2 bolli Vegetable Oil
370 gr sykur
1 1/4 súrmjólk

Blanda 2
3 egg
2 matskeiðar og 2 teskeiðar rauður matarlitur
1 1/4 teskeið edik (hvítt eða epla cider)
1 1/4 teskeið vanilludropar
1/8 bolli vatn

Blanda 3
440 gr hveiti
1 1/4 matarsódi
1 1/4 teskeið salt
1 1/4 kakó

Fyrst er olíunni, sykrinum og súrmjólkinni blandað vel saman. Því næst er Blanda 2 hrærð saman við Blöndu 1

Hveitinu, matarsódanum, saltinu og kakóinu er blandað saman í sér skál og svo hrært rólega saman við Blöndu 1 og Blöndu 2.

Rjómaostakrem

340gr rjómaostur
225 gr smjör
450 gr flórsykur (ef kremið er blautt má alltaf bæta meiri flórsykri við)
1/2 matskeið vanilludropar

Rjómaosturinn og smjörið (við stofuhita) er fyrst blandað vel saman og flórsykrinum síðan bætt rólega við.



x Þórhildur, Katla og Fanney

No comments:

Post a Comment