Red Velvet kakan er ein af okkar uppáhalds kökum. Við höfum prófað þó nokkrar slíkar uppskriftir en teljum að þessi sé hin fullkomna. Þessa uppskrift bökuðum við í gær sem vakti mikla lukku. Mælum með að allir prófi.
Kakan
Blanda 1
1 1/2 bolli Vegetable Oil
370 gr sykur
1 1/4 súrmjólk
Blanda 2
3 egg
2 matskeiðar og 2 teskeiðar rauður matarlitur
1 1/4 teskeið edik (hvítt eða epla cider)
1 1/4 teskeið vanilludropar
1/8 bolli vatn
Blanda 3
440 gr hveiti
1 1/4 matarsódi
1 1/4 teskeið salt
1 1/4 kakó
Fyrst er olíunni, sykrinum og súrmjólkinni blandað vel saman. Því næst er Blanda 2 hrærð saman við Blöndu 1.
Hveitinu, matarsódanum, saltinu og kakóinu er blandað saman í sér skál og svo hrært rólega saman við Blöndu 1 og Blöndu 2.
Rjómaostakrem
340gr rjómaostur
225 gr smjör
450 gr flórsykur (ef kremið er blautt má alltaf bæta meiri flórsykri við)
1/2 matskeið vanilludropar
Rjómaosturinn og smjörið (við stofuhita) er fyrst blandað vel saman og flórsykrinum síðan bætt rólega við.
x Þórhildur, Katla og Fanney
No comments:
Post a Comment