Wednesday, 5 June 2013

Hollur pönnukökubakstur

Við tókum okkur til í hádeginu og bjuggum til mjög einfaldar og hollar pönnukökur. Það tekur enga stund að gera pönnukökurnar og hver sem er getur gert þær.

Það eina sem þú þarft er:
1 banani
2 egg
Haframjöl eftir smekk

Við byrjuðum á að stappa bananann í skál, bættum svo eggjunum við (við notuðum eitt egg og eina eggjahvítu) og blönduðum því saman. Að lokum bættum við haframjöli út í blönduna og steiktum á pönnu á lágum hita.
Það er líka mjög einfalt og sniðugt að blanda hráefninu saman í blandara.

Pönnukökurnar voru dásamlega góðar hvort sem við settum á þær lífrænt hnetusmjör frá Sollu og eplaskífur eða smurðum þær einfaldlega með smjöri og osti.

 



Ódýrt, einfalt, hollt og hrikalega gott. Við mælum með að þið prófið.  

No comments:

Post a Comment