Ragnheiður
Gröndal er fædd og uppalin í Garðbæ og er því góðkunn okkur Garðbæingum sem og
flestum Íslendingum fyrir tónlist sína og óaðfinnanlega söngrödd. Ragga eins og
hún er kölluð fæddist árið 1984 og hefur hún frá blautu barnsbeini haft
brennandi áhuga á tónlist og öllu sem viðkemur henni. Hún útkskrifaðist úr FÍH
sem djasssöngkona og hélt svo út til New York þar sem hún stundaði
framhaldsnám.
Ragga hlaut íslensku tónlistarverðlaunin árið 2003 sem bjartasta vonin og söngkona ársins.
Ragga hlaut íslensku tónlistarverðlaunin árið 2003 sem bjartasta vonin og söngkona ársins.
Við höfðum
samband við Röggu og fengum hana til að svara nokkrum spurningum fyrir okkur.
Hver er Ragga Gröndal?
Ragga Gröndal er íslensk
tónlistarkona, búsett í Reykjavík.
Hvað hefur þú verið að gera upp á síðkastið?
Ég hef verið mest upptekin við að
vera móðir, en einnig er ég alltaf að syngja út um allt fyrir hina og þessa,
halda tónleika, vinna í nýju efni og stunda jóga.
Hvernig hefur tónlist þín þróast frá því þú
byrjaðir fyrst að vinna með tónlist?
Hún hefur þróast gríðarlega mikið.
Með tímanum hef ég komist nær og nær kjarnanum í sjálfri mér sem tónlistarkonu
og áttað mig á því hvað ég vil og vil ekki. Ég hef öðlast meiri styrk og
sjálfstraust til að þora að vera það sem ég er og standa með sjálfri mér.
Söngstíllinn minn hefur líka breyst, ég er orðin miklu frakkari í dag við að
láta vaða og leyfa öllum hljóðum sem koma úr röddinni minni að vera til. En ég hef
líka verið mjög leitandi og stundum sé ég eftir því að hafa gefið út svona
margar plötur með alltof ólíku efni í staðinn fyrir að hafa haldið mig við einn
stíl eða að minnsta kosti stíl sem fylgir einhverri láréttri línu svo fólk viti
svolítið að hverju það gengur þegar það kaupir plöturnar mínar. Í staðinn er ég
eins og óvissuferð, fólk veit ekkert hvað það fær næst. ;) Ég hef alltaf reynt
að fylgja listamannshjartanu mínu, frekar en að reyna að þóknast aðdáendum
mínum. Ég held að það sé köllun allra listamanna - að vilja deila með fólki
sínum persónulega hugarheimi og sýn - og það gerir líka menninguna okkar
fjölbreyttari og ríkari. ;)
Þú gafst út plötuna Astrocat Lullaby árið 2011
hvernig voru viðtökurnar?
Viðtökurnar voru mjög góðar, frábærir
dómar í öllum blöðum, hún lenti á Kraums-listanum yfir 20 bestu plötur ársins,
og síðast en ekki síst frábærar viðtökur frá aðdáendum mínum sem margir vilja
meina að þetta sé besta platan mín. En ég gaf hana út sjálf, það var dálítill
barningur og ég held að hún hefði getað selst aðeins betur með meiri
markaðssetningu. En mér finnst fólk vera að kveikja á henni á lengri tíma, eða
ég vona það…..
Hvað er framundan hjá þér?
Ég er á fullu að vinna með
tónlistarkonum í nýstofnuðu félagi okkar sem heitir KÍTÓN og stendur fyrir
Konur í tónlist. Við ætlum að fara á tónleikaferðalag um Ísland í ágúst en
síðan fer ég sjálf á tónleikaferðalag til Þýskalands í október til að fylgja
eftir Astrocat Lullaby, en hún kom út þar á síðasta ári. Ég hlakka rosalega
til, því það hefur verið draumur minn lengi að fara og spila mína eigin tónlist
annars staðar, fyrir nýtt fólk.
Lýstu stílnum þínum í fimm orðum
Kærulaus, fullkomnunarsinni, gamaldags,
seiðandi og sjálfstæð.
Hvar kaupir þú helst fötin þín?
Ég versla mest vintage föt, t.d. í
Rokk og rósum og Nostalgíu og ég elska að versla í Berlín. Svo finnst mér gaman
að kaupa íslenska hönnun og hef verið að vinna dáldið með Aftur kjóla upp á síðkastið.
Þeir eru fallegir og tímalausir og hægt að klæða þá upp og niður. Hins vegar
enda ég alltaf í vintage fötum aftur því mér finnst ekkert toppa þau snið, þau
eru kvenleg og hæfa mér mjög vel því ég hef aldrei verið mjóna. ;)
Hver er uppáhalds flíkin þín?
Ég á mjög margar uppáhalds en akkúrat
núna held ég að það sé grænn Nina Ricci kjóll sem ég datt niðrá í Nostalgíu
þegar ég var að leita mér að fötum fyrir Blúshátíð Reykjavíkur.
Hver eru bestu kaup sem þú hefur gert?
Nýlega…. sennilega vintage kápa sem
ég keypti í Berlín 2012, geggjað snið og efni og ég fæ hrós alls staðar þar sem
ég mæti í henni.
Hver eru verstu kaup sem þú hefur gert?
Úff, þau eru mjög mörg skal ég segja
þér. Veit varla hvar ég á að drepa niður. En ætli það sé ekki samfestingur sem
ég keypti á kílóamarkaði í Spútnik einhvern tímann og var gert endalaust grín
að…. hann var úr bómullarefni með gylltu dreka-prenti, svosem ekkert út á það
að setja, en sniðið….maður minn, held að það hafi náð hæðum í asnalegaheitum og
var skýrt dæmi um flík sem gerði akkúrat ekkert fyrir mig.
Langar að deila með ykkur tónleikum
sem verða núna í Viðey á miðvikudagskvöldið. Þar koma fram auk mín, Lára
Rúnars, Hafdís Huld, Greta Salóme, Védís Hervör, Ísabella Leifsdóttir,
Hallfríður Ólafsdóttir, og DJ Andrea Jóns. Við ætlum að kokka saman upp
Kvennafrídags-seið og ég lofa góðum tónleikum og partýi.
Facebook viðburður:
https://www.facebook.com/events/348423755285150/
Hér má kaupa miða:
http://midi.is/tonleikar/1/7674/
Hér er Ragnheiður Gröndal í græna uppáhalds kjólnum sínum
No comments:
Post a Comment